Innlent

Búið að afmá stafi í Hverfjalli

Svavar Hávarðsson skrifar
Stafirnir voru 8-9 metrar á hæð.
Stafirnir voru 8-9 metrar á hæð.
Umhverfisstofnun hefur látið afmá stafina sem úðað var með olíumálningu á hól í miðju náttúruvættisins Hverfjalls (Hverfells) í Mývatnssveit. Nú sjást nánast engin ummerki eftir áletrunina en ekki er útilokað að til frekari aðgerða þurfi að grípa síðar.

Eins og greint var frá í fréttum voru í síðastliðnum mánuði sex stórir stafir úðaðir með olíumálningu á hól í miðju fjallsins. Áletrunin [Crater] var mjög áberandi og greinilegt að mikil vinna hafði farið í að búa hana til. Við að afmá stafina úr gígnum var að mestu notast við efni úr gígnum til að hylja áletrunina, en um tíu lítrar af grárri málningu og svolítið af þynni voru notaðir til að úða fyrst á áletrunina til að hylja hana enn betur. Einnig var litað inni í Grjótagjá, en landeigendur sjá þar um hreinsun.

Lögreglan á Húsavík fer með rannsókn málsins en er engu nær um hver eða hverjir voru þarna á ferð. Nokkrar vísbendingar hafa verið kannaðar; haft upp á fólki sem var á ferðinni á þessum slóðum. Haft var samband við hóp fólks í gegnum tölvupóst og rætt við fararstjóra. Þessi vinna hefur engu skilað enn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×