Innlent

Ekkert lát á skjálftum

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ekkert lát er á jarðskjálftahrinunni sem hófst fyrir rúmum sólarhring 30 kílómetrum suðvestan Reykjanestáar. Hundruð skjálfta hafa mælst í hrinunni, sem flestir eru þó litlir. Tveir skjálftar, yfir fjórir á stærð mældust á öðrum tímanum í nótt og þrír í gær. Þeir hafa fundist á Suðurnesjum, á höfuðborgarsvæðinu og jafnvel víðar. Ekki er hægt að útiloka að fleiri skjálftar muni verða, en jarðskjálftafræðingar Veðurstofunnar segja að jarðskjálftahrinur séu algengar á norðanverðum Reykjaneshrygg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×