Innlent

Fjölbreyttri menningu fagnað

Fjölmenningarskrúðganga var farin frá Hallgrímskirkju að lokinni setningarathöfn klukkan eitt í dag. Hátíðin er nú haldin í fimmta sinn og er orðin árlegur viðburður í Reykjavík.

Gengið var niður í Ráðhús Reykjavíkur þar sem fjölþjóðlegur markaður verður haldin. Þar geta gestir og gangandi kynnt sér menningu ýmissa þjóðlanda og á boðstólum verða þjóðlegir réttir, listmunir og annar varningur.

Í Tjarnarbíói verður boðið upp á fjölbreytt skemmtiatriði þar sem meðal annars verður boðið upp á litháískan kórsöng, brasilíska bardagalist og trommuhóp frá Gíneu. 

Að lokinni skemmtidagskrá verður ljóðaupplestur á ýmsum tungumálum og að því loknu stuttmyndasýning nemenda í Kvikmyndaskóla Íslands.

Um kvöldið klukkan 20.00 verða svo tónleikar í Hafnarhúsinu þar sem fram kemur hljómsveitin The Bangoura Band ásamt listamönnum frá Ghana.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×