Innlent

Malbikað og brúað í Elliðaárdal

Áætlað er að malbika og brúa Elliðarárdal frá Bústaðavegi til gömlu rafstöðvarinnar.
Áætlað er að malbika og brúa Elliðarárdal frá Bústaðavegi til gömlu rafstöðvarinnar.
Áætlað er að gera malbikaðan hjólreiða- og göngustíg þvert fyrir Elliðaárdal með tilheyrandi brúm yfir báðar kvíslar árinnar.

Tillögu um þessa nýju samgönguæð frá umhverfis- og skipulagssviði var í skipulagsráði vísað til umsagnar aðila sem ráðið telur eiga hagsmuna að gæta varðandi framkvæmdina. Þetta eru Veiðimálastofnun, Fiskistofa, Orkuveita Reykjavíkur og Landssamband hjólreiðamanna.

Stígurinn á að liggja um það bil frá undirgöngum sunnan Bústaðavegar að gömlu rafstöðinni í Elliðaárdal. Á miðri leið á að vera áningarstaður við hringtorg.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×