Innlent

BMW ekið á strætóskýli

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðsmenn skoða bílinn á Suðurlandsbraut.
Slökkviliðsmenn skoða bílinn á Suðurlandsbraut. Mynd/ Vilhelm.
Einn var fluttur á slysadeild þegar BMW bifreið var ekið á strætóskýli á Suðurlandsbraut með þeim afleiðingum að bifreiðin skemmdist nokkuð. Suðurlandsbraut er lokuð frá Vegmúla og vestur úr vegna þessa. Slökkviliðsmenn hreinsuðu olíu sem lak á götuna eftir áreksturinn.

Þá var einnig fluttur maður á slysadeild þegar árekstur varð í Stekkjarbakka. Þar þurfti einnig að hreinsa olíu.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu segir að dagurinn hafi verið erilsamur. Sjúkraflutningamenn séu búnir að fara í 59 sjúkraflutninga það sem af er degi. Það þykir mikið á einum degi.

Enginn var inni í strætóskýlinu þegar ekið var á það. Mynd/ Vilhelm.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×