Innlent

Reif bensíntankinn með sér

Eins og sést á myndinni skemmdist tankurinn nokkuð.
Eins og sést á myndinni skemmdist tankurinn nokkuð. Mynd/ Vilhjálmur Roe
Hún var líklega eitthvað utan við sig konan sem dældi bensín á bílinn á N1 í Hveragerði um klukkan tvö í dag.

Konan, sem var á fólksbíl, setti eldsneytið á bílinn en að því loknu settist hún upp í bílinn og ók af stað.

Hún hafði hinsvegar gleymt að taka dælubyssuna úr bensíntankinum þannig hún reif tankinn að hluta til með sér.

Kalla þurfti á dælubíl brunavarna í Árnessýslu þar sem eldsneyti lak á stéttina. Samkvæmt lögreglu tók hreinsunarstarfið ekki mikinn tíma og ekki er talið að mikil hætta hafi skapast af óhappinu.

Sjónvarvottur sem fréttastofa ræddi við sagði að það hefði ekki sést mikið á bíl konunnar og ók hún á brott eftir að lögregla hafði rætt við hana. Bensíndælan er aftur á móti töluvert skemmd eftir óhappið eins og sést á myndinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×