Milljarða skaðabótamál WikiLeaks 10. maí 2013 12:43 „Það er ljóst að það hleypur á einhverjum milljörðum tjónið sem þessir aðilar hafa orðið fyrir,“ segir Sveinn Andri, lögmaður WikiLeaks. Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur opnað fyrir greiðslugátt sína til Wikileaks en Hæstiréttur úrskurðaði á dögunum að lokun gáttarinnar á sínum tíma hafi verið ólögleg. Lögmaður Wikileaks segir að hafinn sé undirbúningur á skaðabótamáli á hendur Valitor vegna þessa sem gæti hlaupið á nokkrum milljörðum. Valitor lokaði á allar kortagreiðslur til DataCell, fyrirtækisins sem þjónustar Wikileaks, tveimur dögum eftir að viðskipti fyrirtækjanna hófust, í júlí 2011. Forsvarsmenn Wikileaks mótmæltu þessari ákvörðun Valitor þá þegar og í kjölfarið fór málið fyrir dómsstóla. Héraðsdómur úrskurðaði að Valitor hefði ekki verið heimilt að loka fyrir greiðslugáttina og staðfesti hæstiréttur þann dóm í síðasta mánuði. Sveinn Andri Sveinsson, er lögmaður Wikileaks. „Það er verið að ganga frá tækniatriðum varðandi opnun gáttarinnar í þessum töluðu orðum. Þegar allt er orðið klárt þá mun WikiLeaks kynna það fyrir sínu stuðningsfólki að gáttin sé opin, það er alveg ljóst að það tekur drjúgan tíma að vinna upp rennsli aftur í gegnum þessa gátt og fá fólk til að styrkja við starfsemi samtakanna. Það helst í hendur bæði virkni og starfsemi WikiLeaks að birta fréttnæmar upplýsingar á sinni síðu og síðan styrkir sem koma frá stuðningsaðilum," segir Sveinn Andri. „Það er algjörlega ljóst að menn hafa orðið fyrir miklu tjóni út af þessum lokunaraðgerðum Valitor. Í fyrsta lagi hefur WikiLeaks orðið af gríðarlega miklum fjármunum í töpuðum styrktarframlögum. Í öðru lagi hefur Datacell tapað þóknunargjöldum vegna þessara sömu styrkja, auk þess sem fyrirtækið hefur orðið fyrir tjóni vegna þess að það hefur ekki getað haldið úti eðlilegri starfsemi,“ segir Sveinn Andri.Sveinn Andri ásamt Ólafi Vigni Sigurvinssyni, stofnanda DatacellMynd/BL„Það er alveg ljóst að þetta tjón er mikið, það er verið að reikna það út þessa dagana. Það er ráðgjafafyrirtæki sem Datacell og WikiLeaks hafa ráðið til þess að taka saman greinargerð yfir fjárhagslegt tjón vegna þessara lokunaraðgerða. Það er ljóst að það hleypur á einhverjum milljörðum tjónið sem þessir aðilar hafa orðið fyrir. Við höfum gert Valitor grein fyrir því að þessi „process“ er hafinn og gefið þeim kost á því að ljúka málinu utan réttar, en það verður að koma í ljós hvort að það sé vilji til þess.“ Hafa einhver viðbrögð komið frá Valitor? „Nei ekki enn, það var bara í byrjun þessarar viku sem þeim var gerð grein fyrir því. Ef ekki nást neinar sættir milli aðila er það ljóst að dómsmál hefst strax í september á fyrsta þinglýsingardegi.“ Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira
Greiðslukortafyrirtækið Valitor hefur opnað fyrir greiðslugátt sína til Wikileaks en Hæstiréttur úrskurðaði á dögunum að lokun gáttarinnar á sínum tíma hafi verið ólögleg. Lögmaður Wikileaks segir að hafinn sé undirbúningur á skaðabótamáli á hendur Valitor vegna þessa sem gæti hlaupið á nokkrum milljörðum. Valitor lokaði á allar kortagreiðslur til DataCell, fyrirtækisins sem þjónustar Wikileaks, tveimur dögum eftir að viðskipti fyrirtækjanna hófust, í júlí 2011. Forsvarsmenn Wikileaks mótmæltu þessari ákvörðun Valitor þá þegar og í kjölfarið fór málið fyrir dómsstóla. Héraðsdómur úrskurðaði að Valitor hefði ekki verið heimilt að loka fyrir greiðslugáttina og staðfesti hæstiréttur þann dóm í síðasta mánuði. Sveinn Andri Sveinsson, er lögmaður Wikileaks. „Það er verið að ganga frá tækniatriðum varðandi opnun gáttarinnar í þessum töluðu orðum. Þegar allt er orðið klárt þá mun WikiLeaks kynna það fyrir sínu stuðningsfólki að gáttin sé opin, það er alveg ljóst að það tekur drjúgan tíma að vinna upp rennsli aftur í gegnum þessa gátt og fá fólk til að styrkja við starfsemi samtakanna. Það helst í hendur bæði virkni og starfsemi WikiLeaks að birta fréttnæmar upplýsingar á sinni síðu og síðan styrkir sem koma frá stuðningsaðilum," segir Sveinn Andri. „Það er algjörlega ljóst að menn hafa orðið fyrir miklu tjóni út af þessum lokunaraðgerðum Valitor. Í fyrsta lagi hefur WikiLeaks orðið af gríðarlega miklum fjármunum í töpuðum styrktarframlögum. Í öðru lagi hefur Datacell tapað þóknunargjöldum vegna þessara sömu styrkja, auk þess sem fyrirtækið hefur orðið fyrir tjóni vegna þess að það hefur ekki getað haldið úti eðlilegri starfsemi,“ segir Sveinn Andri.Sveinn Andri ásamt Ólafi Vigni Sigurvinssyni, stofnanda DatacellMynd/BL„Það er alveg ljóst að þetta tjón er mikið, það er verið að reikna það út þessa dagana. Það er ráðgjafafyrirtæki sem Datacell og WikiLeaks hafa ráðið til þess að taka saman greinargerð yfir fjárhagslegt tjón vegna þessara lokunaraðgerða. Það er ljóst að það hleypur á einhverjum milljörðum tjónið sem þessir aðilar hafa orðið fyrir. Við höfum gert Valitor grein fyrir því að þessi „process“ er hafinn og gefið þeim kost á því að ljúka málinu utan réttar, en það verður að koma í ljós hvort að það sé vilji til þess.“ Hafa einhver viðbrögð komið frá Valitor? „Nei ekki enn, það var bara í byrjun þessarar viku sem þeim var gerð grein fyrir því. Ef ekki nást neinar sættir milli aðila er það ljóst að dómsmál hefst strax í september á fyrsta þinglýsingardegi.“
Mest lesið Samkomulagið veiti Bandaríkjunum aðgang að auðlindum Grænlands Erlent Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Innlent Algjörlega óásættanleg staða Innlent Davos-vaktin: „Við fengum allt sem við vildum“ Erlent „Ramma framtíðarsamkomulags“ náð um Grænland og hætt við tolla Erlent Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Innlent Hættu við lendingu í miðju aðflugi Innlent Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Var á ráðstefnunni í Davos: „Fólk andaði kannski aðeins léttar“ Erlent Fleiri fréttir Viðurkenni nú að hafa beitt Íslendinga efnahagslegri hernaðaraðgerð Algjörlega óásættanleg staða Sveitarstjórnin og Penninn Eymundsson saman í eina sæng Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Skýrsla Félagsbústaða kolsvört Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Sjá meira