Segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda niðurstöður kosninganna Jóhannes Stefánsson skrifar 10. maí 2013 17:45 Ólína Þorvarðardótttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar Mynd/ Sigurjón Ragnar Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hún segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda eins mikið fylgi í kosningunum og raun ber vitni. Í samtali við fréttamann Vísis segir Ólína Framsóknarmenn hafa fengið mikinn og óvæntan vinning þegar úrslitin í dómsmálinu fyrir EFTA-dómstólnum voru kunngjörð. „Þar með fengu þeir byr undir báða vængi fyrir það að hafa alltaf veðjað á þetta." Ólína segir að rangt hafi verið að hafna Icesave samningunum á sínum tíma í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2011. „Þegar jafn miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi eins og þetta mál þá er kannski ekki til fyrirmyndar að velja áhættuna frekar en öruggu leiðina. Það er í prinsippinu ekki hin rétta afstaða þó að það hafi viljað þannig til að við vorum heppin." Ólína bendir á að allar líku hafi staðið til þess að nóg myndi fást greitt úr þrotabúi Landsbankans til að standa undir kröfum Breta og Hollendinga. Ólína telur óeðlilegt að kjósendur hafi hoppað á vagn Framsóknarflokksins vegna þessa, enda hafi afstaða þeirra í málinu verið óábyrg.Óánægð með forystu Samfylkingarinnar Ólína telur marga samvirkandi þætti hafa valdið því að Samfylkingin missti um tvo þriðju hluta fylgisins frá því í kosningunum 2009. Í dæmaskyni nefnir hún að erfið mál hafi legið fyrir ríkisstjórninni og neikvæð og ómálefnaleg umræða hafi verið ríkjandi um ríkisstjórnina. Þá nefnir hún einnig að kosningabarátta flokksins hafi verið of tæknileg og á villigötum hvað varðar skuldavanda heimilanna. Í greininni segist Ólína að auki óánægð með að forysta flokksins hafi ekki tekið nægilega vel í gagnrýni virts fræðimanns um áherslumál flokksins í kosningunum. Ólína segir svo um Árna Pál og stuðningsmenn hans: „Eins og ég rek í greininni þá ákveður formaður flokksins í kosningabaráttunni að skilja sig frá ríkisstjórninni á vissan hátt. Hann hafði verið ráðherra í ríkisstjórninni á viðkvæmasta tímanum þegar verið var að ákveða hvaða leiðir átti að fara varðandi skuldavanda heimilanna og í Icesave." Ólína telur að um hafi verið að ræða ákveðið rof og segir: „Ég tel að það hafi ekki verið heppilegt að láta í það skína að framganga fyrrverandi forystu hafi verið með þeim hætti að ný forysta þyrfti að segja sig frá henni."Lítil samstaða og kosningaloforðin ekki efnd Þá segir Ólína: „Samstaðan skilaði okkur í gegnum þykkt og þunnt á þessu erfiða kjörtímabili og þarna var hún ekki lengur til staðar. Um leið og hann segir sig frá fyrrverandi forystu með vissum hætti, þá yfirgefur hann líka ákveðin mál sem fyrrverandi forysta var búin að skilgreina sem þungavigtarmál á þessu kjörtímabili. Það var mjög erfitt að kyngja því." Ólína segir ennfremur: „Staða Samfylkingarinnar og árangur verður ekki skilin frá formanni flokksins, það er ekki hægt að ræða það án þess að ræða hans framgöngu og forystunnar samhliða. Þarna átti hann hlut að máli en flokkurinn verður bara að líta í eigin barm og skoða hvað misfórst. Einhvernveginn náðum við ekki eyrum fólks og trúnaði. En Árni Páll Árnason er ekki einn að verki, hann á stóran hóp stuðningsmanna og ráðgjafa innan flokksins sem þurfa að taka þessa gagnrýni til sín." Ólína telur kjósendur ekki hafa trúað á Samfylkingunna vegna þess að lítið hafi verið um efndir í lok kjörtímabilsins. „Trúverðugleiki byggir auðvitað á efndum og þess vegna skiptu þinglokin mjög miklu máli í þessu samhengi." Ólína er óánægð með að flokkurinn hafi gefið eftir í stærstu málunum eins og fiskveiðistjórnunar-, stjórnarskrár- og Evrópusambandsmálinu. Hún telur að rétt hefði verið fyrir Samfylkinguna að ganga harðar fram og reyna að ná málunum í gegn í stað þess að gefa eftir á seinustu dögum þingsins. Þar telur hún að forystan hafi tekið ranga ákvörðun með því að meta stöðuna þannig að rétt væri að gefa eftir en hún telur að árangur flokksins eigi sér ákveðna samsvörun í þeirri ákvörðun.Samfylkingin klofnaði og þarf að taka til í sínum ranni Aðspurð að því hvort hún teldi sum nýju framboðana hafa fengið betri koningu en ella ef Samfylkingin hefði gengið harðar fram í ýmsum málum segir Ólína: „Ég vil meina að Lýðræðisvaktin og Dögun hefðu fyrir það fyrsta ekki orðið til ef okkur hefði tekist að efna kosningaloforðin varðandi fiskveiðistjórnun og stjórnarskrá. Eins vil ég meina að Landsbyggðarflokkurinn hefði ekki orðið til ef báðir stjórnarflokkarnir hefðu staðið sig betur í málefnum landsbyggðarinnar." Ólína segir í greininni að flokkurinn þurfi að taka til í sínum ranni, en innt eftir því hvað hún eigi við segir hún: „Það verður hver að skilja það bara eins og það er sagt." Ólína er að sögn óánægð með flokkinn. Hún telur jafnframt að stuðningsmenn Árna Páls hljóti að sjá að sér í kjölfar kosninganna og segir: „Ég tel að sá armur í flokknum hljóti að átta sig á að hér vorðu gerð mistök og endurskoði stefnu sína og starfsaðferðir."Er komin í virka atvinnuleit Ólína segist aðspurð vera farin að leita sér að annarri vinnu og segist helst hafa í huga starf í menntageiranum, enda sé hún doktor í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum og mikla reynslu á því sviði. „Ég er komin í virka atvinnuleit eins og maður segir. Það kemur samt margt til greina, ég er komin með víðtæka reynslu og þekkingu." Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira
Ólína Þorvarðardóttir, varaþingmaður Samfylkingarinnar, skrifar grein í Fréttablaðið í morgun þar sem hún segir Framsóknarflokkinn ekki verðskulda eins mikið fylgi í kosningunum og raun ber vitni. Í samtali við fréttamann Vísis segir Ólína Framsóknarmenn hafa fengið mikinn og óvæntan vinning þegar úrslitin í dómsmálinu fyrir EFTA-dómstólnum voru kunngjörð. „Þar með fengu þeir byr undir báða vængi fyrir það að hafa alltaf veðjað á þetta." Ólína segir að rangt hafi verið að hafna Icesave samningunum á sínum tíma í þjóðaratkvæðagreiðslu árið 2011. „Þegar jafn miklir þjóðhagslegir hagsmunir eru í húfi eins og þetta mál þá er kannski ekki til fyrirmyndar að velja áhættuna frekar en öruggu leiðina. Það er í prinsippinu ekki hin rétta afstaða þó að það hafi viljað þannig til að við vorum heppin." Ólína bendir á að allar líku hafi staðið til þess að nóg myndi fást greitt úr þrotabúi Landsbankans til að standa undir kröfum Breta og Hollendinga. Ólína telur óeðlilegt að kjósendur hafi hoppað á vagn Framsóknarflokksins vegna þessa, enda hafi afstaða þeirra í málinu verið óábyrg.Óánægð með forystu Samfylkingarinnar Ólína telur marga samvirkandi þætti hafa valdið því að Samfylkingin missti um tvo þriðju hluta fylgisins frá því í kosningunum 2009. Í dæmaskyni nefnir hún að erfið mál hafi legið fyrir ríkisstjórninni og neikvæð og ómálefnaleg umræða hafi verið ríkjandi um ríkisstjórnina. Þá nefnir hún einnig að kosningabarátta flokksins hafi verið of tæknileg og á villigötum hvað varðar skuldavanda heimilanna. Í greininni segist Ólína að auki óánægð með að forysta flokksins hafi ekki tekið nægilega vel í gagnrýni virts fræðimanns um áherslumál flokksins í kosningunum. Ólína segir svo um Árna Pál og stuðningsmenn hans: „Eins og ég rek í greininni þá ákveður formaður flokksins í kosningabaráttunni að skilja sig frá ríkisstjórninni á vissan hátt. Hann hafði verið ráðherra í ríkisstjórninni á viðkvæmasta tímanum þegar verið var að ákveða hvaða leiðir átti að fara varðandi skuldavanda heimilanna og í Icesave." Ólína telur að um hafi verið að ræða ákveðið rof og segir: „Ég tel að það hafi ekki verið heppilegt að láta í það skína að framganga fyrrverandi forystu hafi verið með þeim hætti að ný forysta þyrfti að segja sig frá henni."Lítil samstaða og kosningaloforðin ekki efnd Þá segir Ólína: „Samstaðan skilaði okkur í gegnum þykkt og þunnt á þessu erfiða kjörtímabili og þarna var hún ekki lengur til staðar. Um leið og hann segir sig frá fyrrverandi forystu með vissum hætti, þá yfirgefur hann líka ákveðin mál sem fyrrverandi forysta var búin að skilgreina sem þungavigtarmál á þessu kjörtímabili. Það var mjög erfitt að kyngja því." Ólína segir ennfremur: „Staða Samfylkingarinnar og árangur verður ekki skilin frá formanni flokksins, það er ekki hægt að ræða það án þess að ræða hans framgöngu og forystunnar samhliða. Þarna átti hann hlut að máli en flokkurinn verður bara að líta í eigin barm og skoða hvað misfórst. Einhvernveginn náðum við ekki eyrum fólks og trúnaði. En Árni Páll Árnason er ekki einn að verki, hann á stóran hóp stuðningsmanna og ráðgjafa innan flokksins sem þurfa að taka þessa gagnrýni til sín." Ólína telur kjósendur ekki hafa trúað á Samfylkingunna vegna þess að lítið hafi verið um efndir í lok kjörtímabilsins. „Trúverðugleiki byggir auðvitað á efndum og þess vegna skiptu þinglokin mjög miklu máli í þessu samhengi." Ólína er óánægð með að flokkurinn hafi gefið eftir í stærstu málunum eins og fiskveiðistjórnunar-, stjórnarskrár- og Evrópusambandsmálinu. Hún telur að rétt hefði verið fyrir Samfylkinguna að ganga harðar fram og reyna að ná málunum í gegn í stað þess að gefa eftir á seinustu dögum þingsins. Þar telur hún að forystan hafi tekið ranga ákvörðun með því að meta stöðuna þannig að rétt væri að gefa eftir en hún telur að árangur flokksins eigi sér ákveðna samsvörun í þeirri ákvörðun.Samfylkingin klofnaði og þarf að taka til í sínum ranni Aðspurð að því hvort hún teldi sum nýju framboðana hafa fengið betri koningu en ella ef Samfylkingin hefði gengið harðar fram í ýmsum málum segir Ólína: „Ég vil meina að Lýðræðisvaktin og Dögun hefðu fyrir það fyrsta ekki orðið til ef okkur hefði tekist að efna kosningaloforðin varðandi fiskveiðistjórnun og stjórnarskrá. Eins vil ég meina að Landsbyggðarflokkurinn hefði ekki orðið til ef báðir stjórnarflokkarnir hefðu staðið sig betur í málefnum landsbyggðarinnar." Ólína segir í greininni að flokkurinn þurfi að taka til í sínum ranni, en innt eftir því hvað hún eigi við segir hún: „Það verður hver að skilja það bara eins og það er sagt." Ólína er að sögn óánægð með flokkinn. Hún telur jafnframt að stuðningsmenn Árna Páls hljóti að sjá að sér í kjölfar kosninganna og segir: „Ég tel að sá armur í flokknum hljóti að átta sig á að hér vorðu gerð mistök og endurskoði stefnu sína og starfsaðferðir."Er komin í virka atvinnuleit Ólína segist aðspurð vera farin að leita sér að annarri vinnu og segist helst hafa í huga starf í menntageiranum, enda sé hún doktor í íslenskum bókmenntum og þjóðfræðum og mikla reynslu á því sviði. „Ég er komin í virka atvinnuleit eins og maður segir. Það kemur samt margt til greina, ég er komin með víðtæka reynslu og þekkingu."
Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti Sjá meira