Innlent

Áhugaljósmyndari fær ekki gögnin

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Eyþór áhugaljósmyndari var leiddur fyrir dómara í mars.
Eyþór áhugaljósmyndari var leiddur fyrir dómara í mars.
Hæstiréttur hefur fellt úr gildi úrskurð um að ríkissaksóknara sé skylt að leggja fram gögn til verjanda manns sem ákærður er fyrir fjölda kynferðisbrota.

Úrskurður Héraðsdóms Reykjavíkur frá 8. maí var sá að ákæruvaldinu bæri að afhenda verjandanum gögnin, en Hæstiréttur sneri úrskurðinum við.

Í dómi Hæstaréttar kom fram að hvorki væri um að ræða málsóknarskjal í sakamáli né sönnunargagn um atvik máls. Ákæruvaldinu væri því ekki skylt að leggja það fram við meðferð sakamáls.

Maðurinn, sem kynnti sig sem Eyþór áhugaljósmyndara á Facebook, er grunaður um að hafa lokkað tugi unglingsstúlkna á aldrinum tólf til fimmtán ára í nektarmyndatökur. Þá er hann ákærður fyrir nauðgun.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×