Innlent

Áherslan á efnahags- og skuldamál

Jóhannes Stefánsson skrifar
Sigmundur og Bjarni eru þessa dagana að binda um lausa hnúta
Sigmundur og Bjarni eru þessa dagana að binda um lausa hnúta Mynd/ Vilhelm
Viðræður formanna Framsóknar- og Sjálfstæðisflokks halda áfram í Reykjavík í dag. Svanhildur Hólm, aðstoðarkona Bjarna Benediktssonar, gerir ráð fyrir því að formennirnir muni setja efnahags- og skuldamál á oddinn í viðræðum sínum.

Viðræður hafa að sögn Jóhannesar Þórs, aðstoðarmanns Sigmundar Davíðs, gengið vel og flokkarnir hafa náð saman með það sem hingað til hefur verið rætt samkvæmt frétt Fréttablaðsins í morgun.

Gert er ráð fyrir því að fundir formannanna muni standa yfir alla helgina, en flokkarnir tveir hafa átt í formlegum stjórnarmyndunarviðræðum seinustu daga.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×