Innlent

Sagðist vera frá Kanada og Sýrlandi

Karlmaður var í dag dæmdur í fjörutíu og fimm daga fangelsi fyrir að hafa vísað fram fölsuðum skilríkjum í tvígang á Keflavíkurflugvelli í apríl síðastliðnum. Við vegabréfaeftirlit framvísaði maðurinn fölsuðu kanadísku vegabréfi og skömmu síðar í yfirheyrslu hjá lögreglu framvísaði hann öðru fölsuðu vegabréfi, sem átti að vera sýrlenskt. Maðurinn játaði brot sitt en hann hefur setið í gæsluvarðhaldi frá því hann kom til landsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×