Fleiri fréttir

Einherjar í víking í Hljómskálagarðinum

Allt útlit er fyrir að ný víkingahátíð, Ingólfshátíð, verði haldin í Hljómskálagarðinum dagana 13. og 14. júlí í sumar. Nafnið vísar til landnámsmannsins Ingólfs Arnarsonar, en fyrsta hátíðin verður tileinkuð ljósmyndaranum Ingólfi Júlíussyni, sem lést úr hvítblæði í apríl. Borgarráð á eftir að taka málið fyrir en Höfuðborgarstofa, menningar- og ferðamálasvið og umhverfis- og skipulagssvið borgarinnar hafa tekið vel í hugmyndina.

Skjálftahrinan heldur áfram

Þrír skjálftar, um og yfir 4 að stærð, hafa orðið við Fuglaskerin á Reykjaneshrygg, um 30 kílómetra suðvestan við Reykjanestá, á þessum sólarhring.

Fóru aftur saman í bústað

Formenn væntanlegra ríkisstjórnaflokka funduðu í sumarbústað í Biskupstungum í dag og stendur fundur enn yfir. Ekki hefur verið ákveðið hvenær eða hvort viðræðunefndir verði skipaðar fyrir hönd flokkanna.

Meintur banamaður neitar að tjá sig um sakarefnið

Karlmaður á þrítugsaldri sem grunaður er um að hafa orðið tæplega sextugum karlmanni að bana á Egilsstöðum í vikunni neitar að tjá sig um sakarefnið og verður því ekki yfirheyrður aftur fyrr en gagnaöflun og rannsókn lögreglu er lokið. Krufning hefur leitt í ljós að hinum látna blæddi út af völdum áverka sem hann hlaut.

Þúsund manns komu saman á Barnahátíð SÁÁ

Áætlað er að um þúsund manns á öllum aldri hafi komið saman og glaðst þegar Barnahjálp SÁÁ var stofnuð á Barnahátíð SÁÁ í dag. Barnahjálpin mun hafa það hlutverk að aðstoða börn alkóhólista. Hljómsveitin Pollapönk hélt uppi stuðinu, Mikki refur og Lilli klifurmús skemmtu og íþróttaálfurinn kom blóðinu af stað hjá áhorfendum.

Halda spilunum þétt að sér

Formenn væntanlegra stjórnarflokka halda spilunum enn fast að sér og hleypa öðrum þingmönnum flokkanna ekki að stjórnarmyndunarviðræðunum. Fimm dagar eru frá því að forseti fékk formanni Framsóknar umboð til stjórnarmyndunar.

Tugir eftirskjálfta

Á sjötta tug eftirskjálfta hafa orðið á Reykjaneshryggnum frá því að skjálfti sem mældist 4,1 varð þar laust fyrir klukkan ellefu í morgun.

Hittast í dag til að ræða stjórnarmyndun

Formenn væntanlegra ríkisstjórnaflokka ætla funda í dag en síðustu dagar hafa verið notaðir til að afla gagna og upplýsinga til að halda viðræðum áfram. Ekki er stefnt að því að blanda fleirum inn í viðræðunnar að sinni.

Háskólinn á Bifröst opinn almenningi

Háskólinn á Bifröst verður með opinn í dag milli 14.00 - 17.00 en skólinn fagnar 95 ára afmæli sínu um þessar mundir. Á opna deginum verður námsleiðir skólans kynntar og boðið verður upp á glæsilega fjölskylduskemmtun á sama tíma.

Skjálfti á Reykjanesi

Skjálfti að stærðinni 3,1 varð á Reykjaneshrygg rétt fyrir klukkan ellefu. Nokkrir litlir eftirskjálftar hafa síðan orðið. Skjálftinn mun hafa fundist á nokkrum stöðum á Suðurnesjum.

Of margir skólar starfandi á Íslandi

Mikil tækifæri eru til að hagræða og bæta skólakerfið á Íslandi, að mati verkefnastjórnar Samráðsvettvangs um aukna hagsæld. Verkefnastjórnin fundaði í gær og kynnti eftir það tillögur. Þar segir að þrátt fyrir há fjárframlög til menntamála standi Íslendingar höllum fæti gagnvart nágrannalöndum á lykilmælikvörðum. Íslendingar verji til dæmis mest Norðurlandanna til menntamála miðað við landsframleiðslu en hlutfall þeirra sem útskrifast úr framhaldsskóla með minna en tveggja ára töf er aftur á móti lægst.

Ölvuð hestakona beit lögreglumann

Óhætt er að segja að erill hafi verið hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Laust fyrir klukkan eitt í nótt var óskað eftir aðstoð lögreglu við verslun Olís við Suðurlandsveg í Norðlingaholti. Þar voru ölvaðar hestakonur á ferð. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var ein konan einnig undir áhrifum lyfja og því ekki í ástandi til að vera á hestbaki. Þá mun hún hafa brugðist afar illa við afskiptum lögreglu og beit og sparkaði í lögreglumann. Hún var á endanum handtekin og vistuð í fangageymslu lögreglu. Hún verður yfirheyrð í dag þegar af henni verður runnið.

Bréf TM hækkuðu um þriðjung frá útboði

Hlutabréf Tryggingamiðstöðvarinnar (TM) enduðu í 26,70 krónum á hlut í lok fyrsta viðskiptadags með bréfin í Kauphöll Íslands í gær. Hækkunin frá útboðsgengi, sem var 20,10 krónur, nemur rétt tæpum þriðjungi.

Tjarnarstiklur varhugaverðar

Tillögu um uppsetningu umhverfisverks í Reykjavíkurtjörn var í gær hafnað í borgarráði. Listaverkið átti að felast í lágreistum stiklum úr kuðungslaga boga út að útsýnispalli í Tjörninni.

Greinir hjartagalla í börnum

María Dís Gunnarsdóttir, fjögurra ára stúlka, var fyrsta barnið sem var skoðað með Hirti, nýja hjartaómskoðunartækinu sem var tekið í formlega notkun á Barnaspítala Hringsins í gær.

Sópa og þvo götur og gangstéttar

„Við tökum eitt hverfi á dag. Þetta er fyrst grófhreinsað og svo komum við og þvoum yfir þetta á eftir, “ segir Hinrik Pálmason, starfsmaður hjá Hreinsitækni, sem ekur um á vatnsbíl og þvær götur borgarinnar þessa daga.

Krefst 18 mánaða fangelsis yfir Lýði

Sérstakur saksóknari segir að sé einhvern tíma ástæða til að nýta refsiheimild hlutafélagalaga til fullnustu sé það í Exista-málinu gegn Lýði Guðmundssyni.

Gat enga mótspyrnu veitt við ofsafenginni morðárás

Stór eldhúshnífur sem ungur maður er talinn hafa notað til að bana nágranna sínum á Egilsstöðum fannst á vettvangi morðsins. Heima hjá honum fundust blóðug föt. Svo virðist sem nágranninn hafi hleypt honum inn.

Efnahagslífið verði tekið í gegn

Verkefnisstjórn Samráðsvettvangs um aukna hagsæld á Íslandi kynnti í gær mjög víðtækar tillögur sem stuðla eiga að hagvexti á Íslandi.

Útséð með kornrækt í Svarfaðardal í sumar

Trausti Þórisson, bóndi á Hofsá í Svarfaðardal, segir málið einfalt spurður um aðstæður í Svarfaðardal. „Það er glórulaust að stefna að því að sá korni hér. Miðað við hvernig staðan er í dag þá yrði það ekki fyrr en í júní í fyrsta lagi. Og það er einfaldlega of seint,“ segir Trausti.

Mengun við þolmörk á Grundartanga

Bændur beggja vegna Hvalfjarðar segja að gera þurfi miklu fleiri rannsóknir á brennisteins- og flúormengun vegna stóriðjunnar á Grundartanga en gerðar hafi verið, en nýleg úttekt Faxaflóahafna sé fyrsta skrefið.

Bæjarstjórinn segir lán að ekki fór verr

Ármann Kr. Ólafsson, bæjarstjóri í Kópavogi, hafði ekki verið búinn að heyra neitt af olíulekanum í Bláfjöllum þegar Vísir náði tali af honum. Hann var hins vegar búinn að lesa fréttina á Vísi örfáum mínútum áður. "Þú færð engin viðbrögð frá mér," segir Ármann í samtali við Vísi, en hann mun að öllum líkindum setja sig betur inn í málið.

Gestur: Saksóknari og heilbrigð skynsemi urðu viðskila

"Einhvers staðar á leiðinni frá upphafi rannsóknar og að útgáfu ákæru urðu hinn ágæti saksóknari og heilbrigð skynsemi viðskila,“ sagði Gestur Jónsson, verjandi Lýðs Guðmundssonar, í málflutningsræðu sinni í Exista-málinu svokallaða í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun.

Eldur í stórri vélaskemmu

Þrjú til fjögurhundruð fermetra skemma gjöreyðilagðist í bruna við bæinn efri Brekka í Biskupstungum fyrr í dag. Mikil hætta skapaðist við brunann því þrjátíu til fjörutíu gaskútar voru inn í skemmunni.

Hvalur 9 gerður klár í slaginn

Verið er að gera Hval 9 reiðubúinn undir hvalveiðar í sumar. Gert er ráð fyrir að veiðarnar hefjist í júní og standi fram í lok september. Tveir bátar, Hvalur 8 og Hvalur 9, munu stunda veiðarnar. Ákvörðun um veiðarnar eru teknar á grundvelli heimildar sem Einar K. Guðfinnsson þáverandi sjávarútvegsráðherra gaf árið 2009.

Krufningu lokið í manndrápsmáli á Egilsstöðum

Krufningu á líki Karl Jónssonar er lokið samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Eskifirði. Grunur leikur á að karlmaður á þrítugsaldri hafi orðið Karli að bana á heimili hans í fjölbýlishúsi á Blómvangi aðfaranótt þriðjudagsins síðasta.

Nafn mannsins sem lést á Egilsstöðum

Maðurinn sem lést á heimili sínu að Blómvangi 2 á Egilsstöðum, aðfararnótt 07. maí síðastliðinn hét Karl Jónsson frá Galtastöðum fram í Hróarstungu á héraði. Grunur leikur á að Karli hafi verið ráðinn bani en karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald í gær vegna andláts hans.

Stjórnarmyndun heldur áfram í dag

Stjórnarmyndun framsóknar og sjálfstæðismanna heldur áfram í dag innan borgarmarkanna. Formennirnnir ætla ekki að blanda öðrum inn í viðræðurnar eins og sakir standa eða ræða um skiptingu ráðuneyta.

Hefur ekki játað sök

Karlmaður á þrítugsaldri sem var handtekinn á Egilsstöðum í gærmorgun grunaður um að hafa orðið manni um sextugt að bana í fyrrinótt, hefur ekki játað á sig verknaðinn. Lík hins látna verður krufið í dag.

Bílanaust selt

Lárus Blöndal Sigurðsson og meðfjárfestar hafa skrifað undir samning um kaup á rekstri Bílanausts, kaupverð er trúnaðarmál.

Árni segir að það þurfi að grisja skóginn við Rituhóla

"Ég var nú ekki í bænum þegar þetta gerðist, en það er engin spurning að það þarf að grisja þetta talsvert,“ segir Árni Johnsen, fyrrverandi þingmaður, en hann býr á Rituhólum, steinsnar frá trjálundinum sem var grisjaður af íbúum Rituhóla þann 1. maí síðastliðinn. Eins og kunnugt er tóku nokkrir íbúar á Rituhólum sig til á baráttudegi verkalýðsins og söguðu niður hundruð trjáa sem þeir töldu byrgja sýn úr húsum sínum.

Sjö starfsmenn slökkviliðsins verða áminntir

Til stendur að áminna sjö starfsmenn slökkviliðsins á Akureyri, eftir því sem fram kemur í Akureyri Vikublaði. Málið er ekki nýtt en greint hefur verið frá því að starfsandi á vinnustaðnum sé slæmur og háum fjárhæðum varið í sálfræðikostnað starfsmanna til að leysa delurnar. Akureyri vikublað segir að vandi slökkviliðsins hafi vaxið undanfarið ár.

Steindór kominn fram

Steindór Erlingsson, sem lögreglan lýsti eftir í gærkvöld, er kominn fram. Hann hafði samband við fjölskyldu sína í nótt um kl. 01:30 og var þá staddur við Skorradalsvatn. Hann hafði verið þar á gangi.

Tvær kvikmyndasýningar á viku duga ekki

Guðrún Ágústa Guðmundsdóttir, bæjarstjóri í Hafnarfirði, segist ekki sammála því að ekki getið farið saman rekstur leikhúss og starfsemi Kvikmyndasafns Íslands í Bæjarbíó.

Starfshópur skoðar Lagarfljótið

"Það er samhljómur í því að við vinnum saman á næstu vikum úr þessum málum,“ segir Björn Ingimarsson, bæjarstjóri Fljótsdalshéraðs, eftir fund um ástandið í Lagarfljóti með Herði Arnarsyni, forstjóra Landsvirkjunar í gær.

Sjá næstu 50 fréttir