Innlent

Strandavegur í lamasessi og smábátasjómenn líða fyrir

Jóhannes Stefánsson skrifar
Djúpavík á Vestfjörðum
Djúpavík á Vestfjörðum Mynd/ Vísir
Strandveiðisjómenn geta um þessar mundir ekki landað afla í Djúpuvík vegna þess að þungatakmarkanir eru í gildi um veginn til hreppsins. Fyrir vikið komast flutningabílar ekki um veginn og þar af leiðandi er ekki hægt að flytja um hann afla né olíu.

Oddný S. Þórðardóttir, oddviti Árneshrepps, segir að um viðvarandi vandamál sé að ræða. „Við erum að berjast fyrir því að fá veg sem að hægt er að þjónusta allt árið um kring. Það er það sem vantar hér," segir Oddný og bætir við: „Það vantar fjármagn frá ríkisvaldinu til að byggja upp veginn."

Af sömu ástæðu er ekki hægt að flytja olíu á svæðið og Oddný segir að olíu vanti á svæðið. „Heilt yfir stendur þetta atvinnulífinu hérna fyrir þrifum." Strandveiðisjómenn á svæðinu bíða því í von og óvon um það að Vegagerðin hleypi allri umferð um svæðið, en til þess þarf vegurinn að geta borið þunga bíla.

52 manns búa í Árneshreppi, en um er að ræða fámennasta sveitarfélagið á landinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×