Innlent

Skjálftahrina á Reykjaneshryggnum í rénum

Reykjanesið er fallegt á góðum degi.
Reykjanesið er fallegt á góðum degi. Mynd/Gettyimages
Um sjö skjálftar skóku jörðu á Reykjaneshryggnum í nótt og í morgun. Skjálftarnir eru allir litlir, en sá stærsti mældist tvö stig samkvæmt upplýsingum á heimasíðu Veðurstofu Íslands.

Nokkuð öflug skjálftahrina hefur verið á Reykjanesskaganum undanfarna daga eftir að jarðskjálfti upp á fjögur stig mældist þar á fimmtudaginn. Hrinan virðist nú vera í rénum miðað við fjölda skjálfta.

Stærsti skjálftinn sem mældist var um 4.5 stig en sá skók jörðu á fimmtudagskvöldinu. Upptök skjálftanna hafa verið nærri Geirfuglaskeri og Geirfugladranga. Flekaskil liggja um Reykjaneshrygginn því er skjálftavirknin talsverð. Ekkert bendir hinsvegar til þess að skjálftarnir séu fyrirboði eldsumbrota




Fleiri fréttir

Sjá meira


×