Er þetta Silfurbrú Ólafar ríku á Skarði? Kristján Már Unnarsson skrifar 10. maí 2013 18:56 Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka, sem uppi var á árunum 1410 til 1479, sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga árið 1467 á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, „eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Ólöf „ríka" Loftsdóttir. Andlit hennar er talið greipt í altarisbríkina í Skarðskirkju.Mynd/Egill AðalsteinssonMeð bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur undir gróðurþekju. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. „Þetta er dásamlegt, þegar við fundum þetta í vor, að fá staðfestingu á að þetta væri til," sagði Hilmar Jón í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng. Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira
Steinhlaðin braut, svokölluð Silfurbrú, sem Ólöf ríka er talin hafa látið enska þræla leggja á fimmtándu öld, gæti verið fundin. Bændur á Skarði segjast ekki í vafa um að hleðslur við rætur Skarðsfjalls séu hin forna Silfurbrú. Á fimmtándu öld var Skarð á Skarðsströnd mesta höfuðból landsins. Þar er talið að sama ættin hafi búið frá landnámsöld og núverandi bóndi, Kristinn Jónsson, hikar ekki við að segja að Ólöf ríka, sem uppi var á árunum 1410 til 1479, sé mesti kvenskörungur sem Ísland hefur alið. Gröf hennar er undir altari Skarðskirkju og altarisbríkin, sem Ólöf er sögð hafa gefið kirkjunni, er talin varðveita mynd hennar. Hefnd Ólafar ríku, vegna dráps Englendinga árið 1467 á eiginmanni hennar, Birni ríka, með orðunum frægu, „eigi skal gráta Björn bónda heldur safna liði", fólst meðal annars í því að hún hneppti fjölda Englendinga í þrældóm og herma sagnir að hún hafi látið þá leggja mikinn hlaðinn steinveg um Skarðsströnd. Ólöf „ríka" Loftsdóttir. Andlit hennar er talið greipt í altarisbríkina í Skarðskirkju.Mynd/Egill AðalsteinssonMeð bílvegum og breyttum búskaparháttum greri yfir fornar leiðir en Hilmar, sonur Kristins bónda, leiðir okkur upp að rótum Skarðsfjalls þar sem greina má hleðslur undir gróðurþekju. Hann kveðst sannfærður um að hér sé fundin Silfurbrúin. „Þetta er dásamlegt, þegar við fundum þetta í vor, að fá staðfestingu á að þetta væri til," sagði Hilmar Jón í viðtali í fréttum Stöðvar 2. Þegar við spyrjum hvort Silfurbrúin hafi í raun verið týnd segja Skarðsverjar að hún hafi glatast yngri kynslóðum, en eldri menn hafi vitað um þessar hleðslur, þó kannski án þess að gera sér grein fyrir hvað þetta væri. Skriður hafa fallið yfir hana og hún spillst en Hilmar segist þó sjá móta fyrir brautinni á fjögurra til fimm kilómetra kafla og telur að hún gæti hafa verið sjö til átta kílómetra löng.
Mest lesið Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Innlent Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ Innlent „Eins og að vera úti á rúmsjó“ í Eyjum annað kvöld Veður Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Innlent Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík Innlent „Komið nóg af áföllum“ Innlent Hafi látið högg og spörk dynja á foreldrunum í tíu klukkustundir Innlent Ferðamaður lést við Breiðamerkursand Innlent Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Innlent Á bát í Kyrrahafi þegar skjálftaflóðbylgjur skullu á Innlent Fleiri fréttir Óheppilegt ef fölsk mynd varpar sök á saklausan mann Skiptar skoðanir um umfang og kostnað vegna listaverks Ólafs í Eyjum Sakar sveitastjórann um atvinnuróg og „kæfandi klámhögg“ „Komið nóg af áföllum“ Níu ára og með sitt eigið „Fannars bakarí“ í Njarðvík „Þetta er hættuleg helgi“ Eldri borgarar sem verði fyrir ofbeldi ættingja geti hvergi leitað Aldraðir beittir ofbeldi af ættingjum og gervigreindarmistök lögreglu Ferðaþjónustuþorpið Vík: „Við erum ein á báti“ Tjaldsvæði á Norðurlandi óðum að fyllast Framkvæmdir við Hvammsvirkjun stöðvaðar Borgin hafnar yfirlýsingum KSÍ Fólk varist dúfur í Vestmannaeyjum Ógnaði vegfarendum með stórum hníf Ferðamaður lést við Breiðamerkursand „Í Evrópumálum tel ég að þetta sé ekki rétti tíminn að fara í þá vegferð“ Falið ofbeldi gegn eldri borgurum: „Þetta er barnið mitt, ég ól það upp, gerði ég mistök?“ Ísbjarnareftirlit á Vestfjörðum Íslenskum nemendum fækkar en erlendum fjölgar Lögregla biðst afsökunar vegna myndarinnar Þyrlan kölluð út vegna bráðra veikinda á Breiðamerkursandi Ofbeldi gegn eldri borgurum oft hulið Aukið viðbragð í öllum deildum lögreglu Lögregla dreifði gjörbreyttri mynd af díselþjófum Sendinefnd ESB tjáir sig ekki um tollana Líkir aðferðum forstjóra Landsvirkjunnar við heimilisofbeldi Breiðan „tjakkast upp“ og varað við framhlaupi við hraunjaðrana Meiddist á handlegg og fótum þegar glerhurð brotnaði „Það er rosalega ljótt að segja þetta en mér líður bara þannig“ Segir viðbrögð Bjarnheiðar vekja „óþægilegar minningar“ Sjá meira