Í bótamál við fimm manns vegna Stíms Stígur Helgason skrifar 11. maí 2013 07:00 Lárus Welding er einn þeirra þriggja sem tóku ákvörðun um lánveitinguna. Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn. Stím málið Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Dómsmál Slitastjórn Glitnis hefur höfðað skaðabótamál á hendur fimm manns vegna láns sem huldufélaginu Stími var veitt í janúar 2008. Þrjú hinna stefndu eru fyrrverandi starfsmenn Glitnis, þau Lárus Welding, sem var bankastjóri, Guðmundur Hjaltason, sem var framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs bankans, og Guðný Sigurðardóttir, sem var viðskiptastjóri. Þau sátu í áhættunefnd bankans og eru ákærð fyrir að hafa tekið ákvörðunina um að veita lánið í janúar 2008, jafnvel þótt fyrir hafi legið að Stím væri á þeim tíma ógjaldfært og hefði fyrir löngu átt að vera gefið upp til gjaldþrotaskipta. Lánið var 725 milljónir og var komið í 833 milljónir í nóvember 2008. Þá höfðu hins vegar rúmar 466 milljónir verið greiddar inn á lánið og það eru eftirstöðvarnar sem stefnt er vegna: 366 milljónirnar. Hinir tveir sem slitastjórnin stefnir eru þeir sem sátu í stjórn Stíms: útgerðarmaðurinn Jakob Valgeir Flosason frá Bolungarvík og Þórleifur Stefán Björnsson, sem var forstöðumaður fjárstýringar Saga Capital og prókúruhafi Stíms. Þeim er stefnt fyrir að hafa ekki gefið félagið upp til gjaldþrotaskipta eins og lög kveða á um að þeir skuli gera þegar það er orðið ógjaldfært. Þar mun reyna á nýlegt ákvæði gjaldþrotaskiptalaganna, aðra málsgrein 64. greinar þeirra, sem kveður á um að stjórnarmenn beri persónulega ábyrgð á því tjóni sem það olli kröfuhöfum að setja félagið of seint í þrot. Aldrei hefur reynt á ákvæðið fyrir dómi áður. Félagið Stím var mikið til umfjöllunar skömmu eftir bankahrun, þegar í ljós kom að það hafði fengið tuttugu milljarða að láni frá bankanum til að kaupa hlutabréf í honum. Nýverið höfðaði slitastjórnin annað bótamál tengt Stími, á hendur Jóhannesi Baldurssyni og Elmari Svavarssyni, fyrrverandi starfsmönnum Glitnis. Þeir eru sakaðir um að hafa flutt ábyrgðir frá stöndugum félögum yfir á Stím og Gnúp, sem voru þá gjaldþrota. Mál tengd Stími hafa lengi verið til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara en engar ákærur hafa verið gefnar út vegna þess enn.
Stím málið Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira