Innlent

Þingrof ekki í sjónmáli

Fundi Ástu Ragnheiðar Jóhannesdóttur, forseta Alþingis, með þingflokksformönnum í kvöld varðandi það hvenær ljúka ætti þingi skilaði engum árangri. Það er því alls óljóst hvenær þing verður rofið.

Engin samstaða er um það meðal þingflokksformanna hvernig ljúka eigi stjórnarskrármálinu.

Forystumenn stjórnarflokkanna og Bjartrar framtíðar, Margrét Tryggvadóttir og Oddnýju Harðardóttur, hafa öll lagt fram tillögur varðandi stjórnarskrármálið sem hefur ekki tekist að samræma.

Samkvæmt dagskrá þingsins átti þingi að ljúka á föstudaginn. Í dag hafa þingmenn fundað frá því klukkan tíu í morgun og stendur þingfundur enn yfir. Þrjátíu og níu mál eru á dagskrá þingsins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×