Innlent

Þyrla sótti slasaðan sjómann um borð í loðnuskipi

Sjómaður slasaðist við vinnu sína um borð í loðnuskipi, þegar það var statt á Breiðafirði í gærkvöldi.

Skipstjórinn óskaði eftir að þyrla Gæslunnar sækti manninn, en svo vel vildi til að hún var á æfingaflugi og hélt þegar á vettvang.

Læknir og sigmaður fóru niður í skipið til að búa skipverjann undir flutning, en á meðan skrapp þyrlan að Rifi og tók þar eldsneyti. Hún kom aftur að skipinu skömmu síðar og hífði mennina þrjá um borð og lenti með hinn slasaða við Landsspítalann í Fossvogi laust eftir miðnætti.

Hann hafði orðið fyrir einhverju fargi ofan í nótakassanum og klemmst illa, en þó ekki lífshættulega.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×