Innlent

Vill efla rannsóknir við skólann

Síðustu sjö ár hefur hann verið framkvæmdastjóri SA.
Síðustu sjö ár hefur hann verið framkvæmdastjóri SA. Fréttablaðið/Stefán
Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins (SA), hefur verið ráðinn rektor Háskólans á Bifröst frá og með 1. júlí næstkomandi.

Vilhjálmur segir röð tilviljana og skjótra ákvarðana hafa ráðið vistaskiptunum en staða rektors var auglýst 25. febrúar. „Ég ákvað bara að sækja um og hlakka mjög mikið til þess að takast á við starfið.“ Hann er ekki ókunnugur skólastarfi og átti, sem framkvæmdastjóri Verslunarráðs Íslands, þátt í að stofna Háskólann í Reykjavík.

„Síðan hafa SA verið meðal helstu bakhjarla Háskólans að Bifröst svo ég hef mikið komið að málefnum skólans, sérstaklega þegar það hafa verið einhverjir erfiðleikar sem taka hefur þurft á.“

Vilhjálmur segist stefna að því að efla rannsóknir í þágu atvinnulífs og almennings við skólann, en í honum sé mjög góður grunnur að byggja á. „Hér er nýbúin mjög viðamikil stefnumótun sem ég tók sjálfur þátt í.“ - óká




Fleiri fréttir

Sjá meira


×