Innlent

Mikil snjóflóðahætta á Tröllaskaga

Mikil snjóflóðahætta er á utanverðum Tröllaskaga, eða í Fjallabyggð, að mati Veðurstofunnar, og hafa nokkur flóð þegar fallið þar.

Mikill hitastigull hefur verið í efstu snjóalögum svo veik lög, sem voru fyrir, nærri yfirborði , kunna að hafa veikst enn frekar, sem eykur á hættuna.

Þá er spáð norðan hríðarveðri á svæðinu í dag og því líklegt að snjóflóðahætta aukist, ef snjóhengjur ná að byggjast upp í skafrenningi.

Engin hætta er sögð í þéttbýlinu í Ólafsfirði og Siglufirði, heldur er hættan utan alfaraleiða. Þegar er farið að snjóa á svæðinu og spáð er norðaustan 15 til 23 metrum á sekúndu í kvöld með aukinni snjókomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×