Innlent

Sinubruni í Reykjavík í morgun

Tilkynnt var um sinubruna efst í Húsahverfinu í Reykjavík um klukkan hálf fimm í morgun og slökkviliðið þegar sent á staðinn.

Þegar það kom á vettvang hafði eldurinn ekki náð mikilli útbreiðslu og ógnaði ekki mannvirkjum, þannig að greiðlega gekk að slökkva hann.

Þar sem töluvert frost er núna er ekki talin mikil hætta á sinueldum, þótt gróður sé orðinn þurr, en hún getur aukist ef veður hlýnar, án úrkomu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×