„Þörfin er til þó hið opinbera hafi ekki viðurkennt hana“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 18. mars 2013 16:34 Stórleikarinn Denzel Washington þykir standa sig vel í Flight. Á innfelldu myndinni er Gunnar Smári Egilsson, formaður SÁÁ. Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) standa að kvikmyndasýningu klukkan 21:30 í kvöld. Rennur allur aðgangseyrir til Barnahjálpar SÁÁ, en stefnt er á að sýna kvikmyndir sem fjalla á einhvern hátt um alkóhólisma í húsakynnum samtakanna á hverju mánudagskvöldi fram á vorið. Sýningin í kvöld verður þó í Sambíóunum, Egilshöll og verður nýjasta kvikmynd stórleikarans Denzel Washington, Flight, á dagskrá. „Barnahjálpin ætlar að styðja við starf hér hjá SÁÁ til þess að hjálpa börnum alkóhólista," segir Gunnar Smári Egilson, formaður samtakanna. „Það starf hefur verið hér í fimm ár, en með því að stofna Barnahjálpina erum við að búa til tæki þannig að við getum fjármagnað hana. Við fáum örlítinn styrk frá Reykjavíkurborg og Lýðheilsusjóði í starfsemina en samtökin sjálf borga um 25 milljónir á ári til að halda henni úti." Gunnar segir mikla þörf á þjónustunni, sem byggir upp á sálfræðiviðtölum við börn alkóhólista á aldrinum átta til átján ára. „Við erum með þrjá sálfræðinga að störfum hér og mikið að gera. Þjónustan stendur öllum börnum alkóhólista til boða og nú leitum við til almennings um að hjálpa okkur að halda úti þessari starfsemi."Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af alkóhólisma.Reynt að vekja athygli stjórnvalda Gunnar segir börn alkóhólista „mörg hver búa við mikið álag sem hafi áhrif á heilsu þeirra og auki líkurnar á því að þau þrói með sér áfengis- og vímuefnasýki og aðrar geðraskanir". „Norðmenn hafa til dæmis sett lög sem viðurkenna skyldu hins opinbera til þess að veita börnum úrræði sem búa við mikið álag vegna veikinda foreldra sinna, þar með talið áfengis og vímuefnasýki," en Gunnar segir samtökin hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þörfinni fyrir að setja sambærileg lög hér á landi. „Þörfin er til þó hið opinbera hafi ekki viðurkennt hana og það er það sem við erum að reyna að uppfylla." Kvikmyndin Flight segir frá flugmanni, langt leiddum af alkóhólisma, sem kemst í hann krappan þegar upp kemst að hann var undir áhrifum þegar flugvél brotlenti undir hans stjórn. Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af sjúkdómnum. „Já ég sá myndina. Mikill alkóhólisti sem hún fjallar um. Það eru auðvitað ekki allir alkóhólistar eins, en myndin er áhrifamikil og hann (Denzel Washington) leikur ótrúlega vel." Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Samtök áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann (SÁÁ) standa að kvikmyndasýningu klukkan 21:30 í kvöld. Rennur allur aðgangseyrir til Barnahjálpar SÁÁ, en stefnt er á að sýna kvikmyndir sem fjalla á einhvern hátt um alkóhólisma í húsakynnum samtakanna á hverju mánudagskvöldi fram á vorið. Sýningin í kvöld verður þó í Sambíóunum, Egilshöll og verður nýjasta kvikmynd stórleikarans Denzel Washington, Flight, á dagskrá. „Barnahjálpin ætlar að styðja við starf hér hjá SÁÁ til þess að hjálpa börnum alkóhólista," segir Gunnar Smári Egilson, formaður samtakanna. „Það starf hefur verið hér í fimm ár, en með því að stofna Barnahjálpina erum við að búa til tæki þannig að við getum fjármagnað hana. Við fáum örlítinn styrk frá Reykjavíkurborg og Lýðheilsusjóði í starfsemina en samtökin sjálf borga um 25 milljónir á ári til að halda henni úti." Gunnar segir mikla þörf á þjónustunni, sem byggir upp á sálfræðiviðtölum við börn alkóhólista á aldrinum átta til átján ára. „Við erum með þrjá sálfræðinga að störfum hér og mikið að gera. Þjónustan stendur öllum börnum alkóhólista til boða og nú leitum við til almennings um að hjálpa okkur að halda úti þessari starfsemi."Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af alkóhólisma.Reynt að vekja athygli stjórnvalda Gunnar segir börn alkóhólista „mörg hver búa við mikið álag sem hafi áhrif á heilsu þeirra og auki líkurnar á því að þau þrói með sér áfengis- og vímuefnasýki og aðrar geðraskanir". „Norðmenn hafa til dæmis sett lög sem viðurkenna skyldu hins opinbera til þess að veita börnum úrræði sem búa við mikið álag vegna veikinda foreldra sinna, þar með talið áfengis og vímuefnasýki," en Gunnar segir samtökin hafa reynt að vekja athygli stjórnvalda á þörfinni fyrir að setja sambærileg lög hér á landi. „Þörfin er til þó hið opinbera hafi ekki viðurkennt hana og það er það sem við erum að reyna að uppfylla." Kvikmyndin Flight segir frá flugmanni, langt leiddum af alkóhólisma, sem kemst í hann krappan þegar upp kemst að hann var undir áhrifum þegar flugvél brotlenti undir hans stjórn. Gunnar segir myndina draga upp raunsæja mynd af sjúkdómnum. „Já ég sá myndina. Mikill alkóhólisti sem hún fjallar um. Það eru auðvitað ekki allir alkóhólistar eins, en myndin er áhrifamikil og hann (Denzel Washington) leikur ótrúlega vel."
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira