Innlent

Íslendingar fylgja særðum hermönnum á Suðurpólinn

Það kemur í hlut Íslendinga að fylgja særðum hermönnum á Suðurpólinn í lok ársins.

Gísli Jónsson og félagar hans í Arctic Trucks voru fengnir til að sjá um þetta umfangsmikla verkefni. Þeir eru taldir færustu jöklajeppamenn í heimi.

Í hópnum eru til að mynda átta Bretar sem samtals hafa átta fætur en þessir hermenn særðust í átökum í Írak og Afganistan.

Í Íslandi í dag í kvöld ræðir Ásgeir Erlendsson við Gísla og hermennina sem hafa verið hér á landi til að undirbúa sig fyrir ferðina umfangsmiklu í lok ársins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×