Innlent

Ekið á lögn þrátt fyrir bann

Þorgils Jónsson skrifar
Einhver hefur ekið utan í Nesjavallalögn OR með þeim afleiðingum að hlífðarkápa rifnaði. Mynd/OR
Einhver hefur ekið utan í Nesjavallalögn OR með þeim afleiðingum að hlífðarkápa rifnaði. Mynd/OR
Nokkrar skemmdir uppgötvuðust á Nesjavallalögn Orkuveitu Reykjavíkur (OR) í gær og benda ummerki eindregið til þess að ekið hafi verið á hana. Þetta er, að því er fram kemur í tilkynningu OR, í annað skiptið á stuttum tíma sem viðlíka atvik á sér stað, en í janúar var einnig ekið á pípuna.

OR hafði í millitíðinni gripið til þess ráðs, í samstarfi við Vegagerðina, að loka veginum með áberandi hætti en til lítils að því er virðist.

Alvarlegt tjón getur hlotist af því að aka á lögnina þar sem hún gæti mögulega brostið með tilheyrandi hættu á heitavatnsskorti.

Í þessu síðasta tilviki hafði hlífðarkápa gegn tæringu rofnað og því greið leið fyrir raka að lögninni sjálfri.

OR segir þess vegna mikilvægt að láta vita ef óhapp sem þetta verður, svo að hægt sé að bregðast fljótt við og koma í veg fyrir frekara tjón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×