Norðurskautsráð verði eini vettvangurinn Þorgils Jónsson skrifar 19. mars 2013 07:00 Vel fór á með Carl Bildt og Össuri Skarphéðinssyni í gær. Ráðstefna um norðurslóðir fer fram í dag og á morgun. Fréttablaðið/Stefán Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Össur Skarphéðinsson, starfsbróðir hans, eru sammála um að rétt sé að fleiri ríkjum verði veitt áheyrnaraðild að Norðurskautsráði. Það myndi tryggja ráðið í sessi sem hinn eina umræðuvettvang um málefni sem tengjast norðurslóðum. Þetta kom fram í máli ráðherranna á setningarathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum sem nýstofnað Rannsóknasetur um norðurslóðir stendur fyrir. Átta ríki eiga aðild að ráðinu en auk þess eru sex önnur ríki áheyrnaraðilar. Fleiri ríki hafa sótt um að fá áheyrnaraðild, til að mynda Kína. Össur og Bildt sögðust báðir í ávörpum sínum vonast til þess að ráðið kæmi til með að eflast að burðum á komandi árum. Hluti af því væri að bæta við áheyrnaraðilum. „Með því að fá fleiri til að gangast undir okkar viðmið og reglur getum við fest Norðurskautsráðið í sessi sem hinn eina samráðsvettvang," sagði Bildt og bætti því við að ef öðrum ríkjum yrði vísað frá gæti það orðið til þess að þau leituðu annað. Fleiri áheyrnaraðilar fælu hins vegar ekki í sér minni völd aðildarríkjanna. Össur tók undir þetta og bætti því við að nýjum áheyrnaraðilum yrði ekki hleypt inn nema þeir gengjust undir reglur Norðurskautsráðsins og legðu sitt af mörkum til rannsóknastarfs. Næsti ráðherraráðsfundur Norðurskautsráðsins verður haldinn í Kírúna í Svíþjóð í maí næstkomandi. Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira
Carl Bildt, utanríkisráðherra Svíþjóðar, og Össur Skarphéðinsson, starfsbróðir hans, eru sammála um að rétt sé að fleiri ríkjum verði veitt áheyrnaraðild að Norðurskautsráði. Það myndi tryggja ráðið í sessi sem hinn eina umræðuvettvang um málefni sem tengjast norðurslóðum. Þetta kom fram í máli ráðherranna á setningarathöfn alþjóðlegrar ráðstefnu um áskoranir og tækifæri á norðurslóðum sem nýstofnað Rannsóknasetur um norðurslóðir stendur fyrir. Átta ríki eiga aðild að ráðinu en auk þess eru sex önnur ríki áheyrnaraðilar. Fleiri ríki hafa sótt um að fá áheyrnaraðild, til að mynda Kína. Össur og Bildt sögðust báðir í ávörpum sínum vonast til þess að ráðið kæmi til með að eflast að burðum á komandi árum. Hluti af því væri að bæta við áheyrnaraðilum. „Með því að fá fleiri til að gangast undir okkar viðmið og reglur getum við fest Norðurskautsráðið í sessi sem hinn eina samráðsvettvang," sagði Bildt og bætti því við að ef öðrum ríkjum yrði vísað frá gæti það orðið til þess að þau leituðu annað. Fleiri áheyrnaraðilar fælu hins vegar ekki í sér minni völd aðildarríkjanna. Össur tók undir þetta og bætti því við að nýjum áheyrnaraðilum yrði ekki hleypt inn nema þeir gengjust undir reglur Norðurskautsráðsins og legðu sitt af mörkum til rannsóknastarfs. Næsti ráðherraráðsfundur Norðurskautsráðsins verður haldinn í Kírúna í Svíþjóð í maí næstkomandi.
Mest lesið 8,8 stiga skjálfti í Rússlandi: Flóðbylgjuviðvaranir gefnar út víða um Kyrrahaf Erlent Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Innlent „Hann stal henni“ Erlent Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Innlent Veðurspáin fyrir helgina að skána Innlent Pokrovsk riðar til falls Erlent Vill greiða sex milljarða tryggingu til að losna úr haldi Erlent Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Innlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Fleiri fréttir Fagnar tillögu Sigurjóns og segir veiðiráðgjöf Hafró ranga Langþreyttur á bensínbrúsum og „bílakirkjugarði“ Úkraínumenn vilja fá Íslendinga í almannavarnabandalag Risaskjálfti í Kyrrahafi og bensínbrúsabílar í Breiðholti Ákærð fyrir að bana föður og tilraun til að bana móður Skýrsla Guðlaugs Þórs frá 2018: „Aðildarviðræðunum var ekki formlega slitið“ Veðurspáin fyrir helgina að skána Fjallabaksleið syðri lokuð vegna vatnavaxta Engin nóróveira í Laugarvatni Fjöldi ferðamanna slíkur að rotþróin ræður ekki við það Reyndi að skemma bíl og hljóp svo undan lögreglu Brennisteinsdíoxíð gæti borist um suðvesturhornið Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Sjá meira