Innlent

Segist hafa fengið fullt umboð fyrir öll skref

Karen Kjartansdóttir skrifar
Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, er legið á hálsi að hafa ekki ráðfært sig.
Árna Páli Árnasyni, formanni Samfylkingarinnar, er legið á hálsi að hafa ekki ráðfært sig.
Þingmönnum var heitt í hamsi á þingi í dag þegar rætt var um fundarstjórn forseta og þurfti þingforseti að biðja þingmenn um að róa sig. 41 mál eru á dagskrá fundarins í dag þar á meðal málamiðlunartillaga formanna Samfylkingarinnar, Vinstri grænna og Bjartrar framtíðar sem hefur vakið miklum taugatitringi. Ekki síst í röðum Samfylkingarmanna.

„Ég er búinn að fá fullt umboð frá þingflokknum fyrir hvert einasta skref sem ég hef tekið í þessu máli og allt verið rætt fyrirfram ítarlega. við höfum alltaf viljað koma þessu máli efnislega í heila höfn en við horfðumst í augu við það að tíminn væri of skammur til þess að það væri líklegt að við næðum stóra málinu í höfn," segir Árni Páll, aðspurður um það hvort hann hefði þurft að hafa meira samráð meðal flokksmanna vegna tillögu sinnar.

Margrét Tryggvadóttir hefur lagt fram breytingartillögu á breytingartillögu formannanna þriggja sem veldur því að fyrst þarf að afgreiða Stjórnarskrármálið í heild eins og það kom frá stjórnskipunar og eftirlitsnefnd. Hafa ýmsir sagt að með þessu útspili hafi Margrét sýnt klókindi við að koma stjórnarskrámálinu á dagskrá. „Vandinn er bara sá að við stöndum núna frammi fyrir þvi, eftir þessa breytingatillögu Margrétar, að þessi málamiðlunartillaga okkar verði líka töluð í kaf," segir Árni Páll.

Og ósætti er um dagskrána sem liggur fyrir Alþingi í dag. Sigurður Ingi Jóhannsson. þingmaður Framsóknarflokksins, reiddist í ræðustól í dag. Hann reiddist raunar svo mikið að eftir ræðuna bað forseti Alþingis um ró.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×