Innlent

Tvö innbrot í borginni í nótt

Tvö innbrot voru framin á höfuðborgarsvæðinu í nótt og komust þjófarnir undan í báðum tilvikum.

Annars vegar var brotist inn í kaffihús í vesturbænum. Þjófurinn braut sér leið í gegnum rúðu og stal að minnsta kosti skiptimynt úr sjóðsvél.

Hinsvegar var bortist inn í verslun í Kópavogi en ekki er ljóst hverju var stolið þar. Þjófarnir eru ófundnir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×