Innlent

Funda um þinglok

Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir, forseti Alþingis, boðaði þingflokksformenn á fund sinn klukkan hálftíu í kvöld til þess að ræða þinglok.

Á þessari stundu virðist ekki blasa við hvenær hægt verður að slíta þingi.

Samkvæmt dagskrá átti þingi að ljúka á föstudaginn. Í dag hafa þingmenn fundað frá því klukkan tíu í morgun og eru enn að. Þrjátíu og níu mál eru eftir á dagskrá þingfundarins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×