Innlent

Viðbúnaður þegar eldvarnarkerfi fór í gang á Akureyri

Töluverður viðbúnaður var þegar eldvarnarkerfi fór í gang á fjórðu hæð í stóru atvinnuhúsnæði á Akureyri um klukkan hálf þrjú í nótt.

Brátt kom í ljós að kerfið hafði farið í gang vegna reyks sem lagði frá fatabing í stórri tromlu í þvottahúsi á neðstu hæð hússins, án þess þó að eldur hefði kviknað.

Tromlan var tæmt og vatni sprautað á fatnaðinn, en að því búnu þurfti að reykræsta stigaganginn og einhver fyrirtæki á hæðunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×