Innlent

Alvarleg líkamsárás á 12 ára dreng í Hafnarfirði

Ráðist var á 12 ára dreng í Hafnarfirði um klukkan hálf níu í gærkvöldi og honum veittir áverkar.

Drengurinn var, ásamt þremur jafnöldrum sínum, að ganga frá heimili eins þeirra þegar árásarmaðurinn fór að elta þá. Þeir reyndu að hlaupa hann af sér en hann náði einum, réðst á hann með höggum og spörkum, og hljóp síðan á brott.

Drengurinn fór ásamt foreldrum sínum á slysadeild, en ekki liggur fyrir hveru alvarlega hann meiddist. Hinir drengirnir þrír fengu áfall og ætluðu foreldrar þeirra að leita viðeigandi aðstoðar.

Árásarmaðurinn er ófundinn og eru engar nánari upplýsingar um hann í skeyti lögreglunnar




Fleiri fréttir

Sjá meira


×