Innlent

Mikið sjónarspil norðurljósa í gærkvöldi

Myndina tók Kristófer Máni Axelsson seint í gærkvöldi
Myndina tók Kristófer Máni Axelsson seint í gærkvöldi
Óvenju mikið sjónarspil norðurljósa sást víða af landinu í gærkvöldi, líkt og Veðurstofan hafði spáð.

Nokkuð var um að fólk legði leið sína út fyrir höfuðborgarsvæðið til þess að ljósmengun truflaði ekki skyggnið og erlendir ferðamenn, sem koma hinagð til lands beinlínis til að sjá norðurljós, fegnu vel fyrir sinn snúð.

Þessa ljósasýningu má rekja til þess að svonefnt krónugos varð á sólinni á föstudag og straumur agna frá gosinu náði inn í gufuhvolfið í gær, og varð svo sýnilegt í gærkvöldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×