Ekki ákveðið hvort flugbrautinni verði lokað 18. mars 2013 12:41 Dagur B. Eggertsson og Katrín Júlíusdóttir undirrituðu samkomulagið þann 1. mars og var því haldið leyndu í tvær vikur. Ögmundur Jónasson frétti af undirrituninni í fjölmiðlum. Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar Alþingi kom saman að nýju í morgun eftir helgarleyfi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gegndi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráðs hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkingunni. Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira
Formaður Framsóknarflokksins segir óæskilegt að ríkisvaldið taki þátt í að þoka Reykjavíkurflugvelli burt með því að selja hluta flugvallarins undir íbúðabyggð. Innanríkisráðherra segir ekki ákveðið hvort þriðju brautinni verði lokað. Þetta kom fram í fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. Framtíð Reykjavíkurflugvallar var fyrsta málið sem tekið var upp þegar Alþingi kom saman að nýju í morgun eftir helgarleyfi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, vitnaði til þess að Katrín Júlíusdóttir fjármálaráðherra, varaformaður Samfylkingarinnar, hefði selt fyrrverandi varaformanni Samfylkingarinnar, Degi B. Eggertssyni, sem fulltrúa Reykjavíkurborgar, hluta af landi ríkisins í Vatnsmýri með það í huga að byggja þar íbúðahverfi og leggja af þriðju flugbraut vallarins. Sigmundur Davíð kvaðst ekki vita til þess að formleg ákvörðun hefði verið tekin um að leggja þá flugbraut af enda gegndi hún ákveðnu öryggishlutverki. Ástæða væri fyrir því að flugbrautin væri þarna og æskilegt væri að flugvöllurinn væri sem öruggastur. "Og jafnframt þá að það sé óæskilegt að ríkið sé að taka þátt í einhverskonar þrýstingi um það að reyna smátt og smátt að þoka flugvellinum burt með því að byggja alveg upp að honum," sagði Sigmundur Davíð. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra kvaðst hafa gagnrýnt samkomulagið og sagði það misráðið. "Því þetta er komið undir því hvort tiltekinni flugbraut verði lokað og það mál hefur ekki verið til lykta leitt," sagði Ögmundur. Birgir Ármannsson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, kvaðst ráða af orðum innanríkisráðherrans að fjármálaráðherra og formaður borgarráðs hefðu farið fram úr sjálfum sér með undirritun samkomulagsins. Hann spurði hvort samningurinn væri eitthvað meira en viljayfirlýsing tiltekinna stjórnmálamanna úr Samfylkingunni.
Mest lesið Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fundu ríflega tuttugu lítra af brennisteinssýru í Gnoðarvogi Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Dauðbrá og varð öskureið þegar hún sá sjálfa sig í gervigreindarmyndbandi Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fleiri fréttir Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Hlaup hafið úr Hafrafellslóni Hungursneyð lýst yfir og forsætisráðherra segir alþjóðasamfélagið ráðalaust Aðstoðar allt að fimmtán ára gömul börn að hætta með bleyju Hungursneið á Gasa, strokulaxar og metþátttaka í Reykjavíkurmaraþoni Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Áfall fyrir RIFF Skipar samningateymi um uppbyggingu Víkings á Markarsvæði Leituðu ítrekað í geymslur stofnunar Tillaga um að stækka Hótel Flatey felld Landsmenn allir harmi slegnir Sósíalistar og Rússlandsvinir undir eitt þak „Kannski verður maður grátandi hálft hlaupið, en þá bara er það þannig“ Bærinn hefur afhent lögreglu myndefni í tengslum við hraðbankaránið Sjá meira