Innlent

Bókanir ekki skilyrði fyrir baði

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Bláa lónið.
Bláa lónið. Mynd/ Valli.
Þótt mælst sé til þess að gestir Bláa lónsins bóki heimsókn þangað fyrirfram þegar bókunarvélin verður komin í loftið er enn hægt að fara þangað óbókaður. Þetta segir í orðsendingu frá Bláa lóninu vegna fréttar í Fréttablaðinu og á Vísi í dag um nýtt bókunarkerfi.

„Við mælum með því að gestir bóki heimsókn sína í Bláa Lónið fyrirfram þegar að bókunavélin verður komin í loftið. Með þessu móti vill Bláa Lónið standa vörð um upplifun og gæði og koma í veg fyrir að gestir bíði í röð í allt að tvær klukkustundir eins og gerðist sl. sumar. Gestir geta að sjálfsögðu komið óbókaðir en þá átt von á að bíða eftir lausum skáp í búningsaðstöðu í einhvern tíma. Búningsaðstaða annar 750 gestum hverju sinni," segir í orðsendingunni.

Eins og fram kom í Fréttablaðinu og á Vísi í dag lögðu tæplega 600 þúsund gestir leið sína í Bláa lónið en þar af skoðuðu 112 þúsund staðinn án þess að fara ofan í lónið sjálft. Frá og með 1. júní þurfa þeir gestir að greiða 10 evrur fyrir heimsóknina, um 1.600 krónur. Einni evru af tíu verður varið til uppbyggingar á ferðaþjónustu á Reykjanesi




Fleiri fréttir

Sjá meira


×