Innlent

Ritun byggðasögunnar ekki lokið eftir 33 ár

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Krossneslaug
Krossneslaug Mynd/Anton
„Við höfum ekki nákvæma stöðu á verkefninu í dag en mér skilst að upphæðin sé komin hátt í 50 milljónir króna. Sparisjóður Strandamanna tekur á sig hluta af því en stór hluti skuldarinnar eru vextir."

Þetta segir Guðbrandur Sverrisson, varaoddviti Kaldraneshrepps, í samtali við Bæjarins Besta. Byggðasaga Stranda hefur verið í ritun frá árinu 1980.

Guðbrandur segir ekki útlit fyrir að bókin verði gefin út nema öll sveitarfélögin (Árneshreppur, Kaldrananeshreppur, Strandabyggð og Húnaþing vestan Bæjarhrepps) samþykki verkefnið og þann kostnað sem bókinni fylgir. Kostnaðurinn gæti numið nokkrum milljónum króna auk kostnaðs sem fylgi að koma bókinni í prentun og sölu.

Búnaðarsamband Strandamanna og Sparisjóður Strandamanna hafa náð samkomulagi um að fyrirkomulag greiðslna vegna bókarinnar. Í samkomulaginu kemur fram að Sparisjóðurinn veiti fimm milljóna króna styrk takist að gefa bókina út innan næstu þriggja ára. Styrkurinn dregst þá frá biðláninu.

Nánar er rætt við Guðbrand á Bæjarins Besta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×