Fleiri fréttir

CNN fer fögrum orðum um Ísland

Íslandsþáttur CNN Business Traveller er farinn í loftið hjá fréttastöðinni. Ólafur Ragnar og Dorrit leika stórt hlutverk í umfjölluninni.

Jólaþorpið opnað

Jólaþorp Reykjavíkur var opnað formlega af borgarstjóra Reykjavíkur, Jóni Gnarr, i dag. Þorpið verður á Ingólfstorgi og samanstendur af jólakofum sem handverksmarkaðir og fleira verða staðsett í.

Fangageymslur lögreglunnar endurbættar

Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík hafa verið gerðar upp, ef svo má að orði komast. Geymslurnar voru fyrst teknar í notkun árið 1970 og fjölmargir gist þar eina nótt eða svo í gegnum árin.

Smíðakennari hraktist úr starfi vegna ömurlegra vinnuaðstæðna í Laugarnesskóla

Reykjavíkurborg er bótaskyld vegna fjártjóns sem smíðakennari varð fyrir þegar hann þurfti að hætta kennslu í Laugarnesskóla, langt fyrir aldur fram, vorið 2005. Maðurinn var kennari að aðalstarfi um árabil. Hann hóf störf sem handmenntakennari við Laugarnesskóla 1989, en lét af störfum vorið 2005. Mál þetta snýst um það að maðurinn telur að hann hafi hrakist úr starfi vegna þess að vinnuaðstæður hafi verið óboðlegar og gert honum ókleift að starfa, vegna asma, sem hann er haldinn. Stefnandi var í fullu starfi frá byrjun, en í stefnu segir að hann hafi oft verið frá vegna veikinda.

Ísland gerir átta nýja loftferðasamninga

Verulegur árangur náðist í opnun nýrra markaða fyrir íslenska flugrekendur á ráðstefnu Alþjóðaflugmálastofnunarinnar um loftferðasamninga sem lauk í vikunni.

Jón Ásgeir segir sakamálið skáldað

Jón Ásgeir Jóhannesson segir í yfirlýsingu sem hann sendi til Fréttablaðsins að Aurum málið sé skáldað sakamál. Hann segir að sakarefni sem á sig eru borin standist ekki skoðun.

Gylfi segir sig úr Samfylkingunni

Gylfi Arnbjörnsson, Forseti ASÍ, hefur sagt sig úr Samfylkingunni, en hann sendi fjölmiðlum einnig afsögn sína. Þar segir Gylfi meðal annars um ástæðu þess að hann segi sig úr flokknum: "Nú er hins vegar svo komið að ég get ekki lengur varið það gagnvart samvisku minni og þeim hagsmunum sem ég hef helgað starfsferil minn að vera flokksbundin í Samfylkingunni.“

Formaður Samfylkingarinnar verður kosinn með rafrænni kosningu

Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra félaga flokksins. Kjörnefnd ákvað þetta eftir að Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir hafa lýst yfir framboði, lögðu sameiginlega kröfu um slíkt fram í gær.

Borgin hyggst kaupa Perluna fyrir 950 milljónir

Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að veita forstjóra fyrirtækisins heimild til að undirrita kaupsamning og afsal vegna Perlunnar. Allir tankarnir í Öskjuhlíð, sem eru hluti hitaveitunnar í borginni, verða áfram í eigu Orkuveitunnar.

Ríkislögreglustjóri fer með formennsku í PTN

Ríkislögreglustjóri fer með formennsku í Politi og Toll i Norden, eða PTN, árið 2012 til 2013. PTN er formlegt samstarf norrænna ríkislögreglustjóra og tollembætta um sameiginleg málefni þeirra.

Aron Pálmarsson gaf minningarsjóði Sigrúnar Mjallar 500 þúsund

Aron Pálmarsson landsliðsmaður í handbolta hefur ákveðið að styrkja Minningarsjóð Sigrúnar Mjallar um 450 þúsund krónur og þar með tvöfalda þá upphæð sem er til úthlutunar. Á vefsíðu sinni segir Jóhannes Kr. Kristjánsson, faðir Sigrúnar Mjallar, að Aron hafi haft samband við sig daginn sem auglýsingin um styrki úr sjóðnum var birt og lýst yfir áhuga að koma að starfi sjóðsins. Hann sagðist hafa fylgst með sögu Sigrúnar Mjallar og umræðunni um fíkniefnanotkun unglinga.

Kannabisfnykinn lagði út úr húsinu

Í húsleit sem lögreglan á Suðurnesjum gerði í húsnæði í Reykjanesbæ í vikunni, að fenginni leitarheimild, var lagt hald á tugi kannabisplantna og búnað samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni. Mikla kannabislykt lagði út úr húsinu, þegar lögreglumenn fóru þar inn. Kannabisplönturnar voru ræktaðar í tveimur herbergjum húsnæðisins.

Gildistöku byggingareglugerðar frestað

Gildistöku nýrrar byggingareglugerðar hefur verið frestað fram til 15. apríl næstkomandi. Þetta er gert með því að Svandís Svavarsdóttir, umhverfis- og auðlindaráðherra, framlengir til 15. apríl bráðabirgðaákvæði nýju reglugerðarinnar sem kveður á um að byggingafulltrúum sé heimilt að gefa út byggingarleyfi á grundvelli krafna eldri byggingarreglugerðar, að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Samhliða verða gerðar breytingar á ákvæðum nýrrar byggingarreglugerðar er varða einangrun og rýmisstærðir.

Magnús Ármann bar vitni í kortasvindlmáli

Magnús Ármann athafnamaður bar vitni þegar réttað var í kreditkortasvindlmáli í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Fréttastofa RÚV greindi frá því á dögunum að sextugur er ákærður fyrir að hafa svíkja út tæplega fjörutíu milljónir króna af kreditkorti Magnúsar. Talið er að maðurinn hafi komist yfir kreditkortanúmer kortsins á barnum Strawberries í miðbæ Reykjavíkur.

Engar skýringar á óförum síldarinnar

Engar skýringar eru á því hvers vegna mikið magn af síld hreinlega synti upp í fjöru í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í gær. Skessuhorn greindi frá því í gær að svo virtist vera sem mikið umhverfisslys væri í uppsiglingu.

Jón Sigurðsson nýr formaður Eirar

Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við sem stjórnarformaður stjórnar Eirar. Þetta var ákveðið á fulltrúaráðsfundi sem lauk fyrir skömmu en þar var stjórn Eirar leyst upp og ný kosin.

Offita kostar ríkið 5 til 10 milljarða á ári

Beinn kostnaður ríkisins vegna offitu er líklega um fimm til tíu milljarðar á ári og tveir þriðju hlutar dauðsfalla hér á landi orsakast af sjúkdómum sem tengjast lífsstíl beint, þar af mataræði að verulegu leyti. Þetta kemur fram í umsögn SÍBS við frumvarpi um breytingar á vörugjöldum og tollamálum.

Síld drepst í stórum stíl í fjörunni í Kolgrafafirði

Mörg hundruð tonn af síld hefur drepist á fjörum í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi. Sérfræðingur hefur aldrei séð nokkuð þessu líkt, en hann horfði á síld synda á land. Gríðarlegt magn af síld er í firðinum, þó lítill sé.

Skipt út úr stjórn og fulltrúaráði Eirar

Flestum ef ekki öllum fulltrúum í fulltrúaráði Hjúkrunarheimilisins Eirar verður skipt út á fundi í dag. Í kjölfarið verður skipuð ný stjórn. Samstaða er meðal flestra um að óska eftir rannsókn á fjármálum hjúkrunarheimilisins á næstunni.

Kreppan bjó í haginn fyrir umbótastarf

Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjármálakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta.

Mengun skaðar aðallega ímynd

Úrgangur sem lekið hefur í Ytri-Rangá frá kjúklingasláturhúsi á Hellu er fyrst og fremst sjónræn mengun en hefur ekki valdið skaða í lífríkinu.

Nótin gauðrifnar á hvalsbökum

Hnúfubakavöður hafa gert sjómönnum lífið leitt á loðnumiðunum norður af Vestfjörðum síðustu dagana en sennilega hafa fáir farið jafn illa út úr ágangi hvalanna og áhöfnin á Lundey NS, segir í frétt á vef HB Granda.

Í varðhald fyrir hrottalega árás

Maður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald um kvöldmatarleytið í gær vegna hrottafenginnar líkamsárásar á átján ára stúlku á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur nóttina áður.

Kröfðu dóttur svara í könnun

Hagstofu Íslands var ekki heimilt að reyna að fá dóttur konu, sem lenti í úrtaki fyrir tvær rannsóknir, og vinnuveitanda konunnar til að svara spurningum þegar ekki náðist samband við konuna, samkvæmt ákvörðun Persónuverndar.

Innflutningsbann á jólatré?

Nýr átusveppur sem greinst hefur í Danmörku og Noregi gæti orðið til þess að innflutningur á normannsþin verði bannaður. Átan gæti ógnað hér allri garð- og skógrækt. Nefnd endurskoðar reglur um plöntuinnflutning.

Hleypir nýju blóði í áformin

Reikna má með að aðkoma norskra sérfræðinga að nýsköpun og uppbyggingu vísindagarða hleypi nýju blóði í áform um uppbyggingu vísindagarða hér á landi, segir Eyþór Ívar Jónsson, framkvæmdastjóri Klaks, nýsköpunarmiðstöðvar atvinnulífsins.

Tvö útköll hjá slökkviliðinu

Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að húsi við Aðalstræti upp úr klukkan tvö í nótt vegna vatnsleka.

Óska eftir fundi um rammaáætlun

Fjórir þingmenn Sjálfstæðisflokksins í umhverfis- og samgöngunefnd og í atvinnuveganefnd Alþingis, tóku seint í gærkvöldi eindregið undir óskir fulltrúa Framsóknarflokksins í nefndunum frá því í gær.

Fæddi strák 12.12.12 og bróðurinn 09.09.09

Guðrún Sólveig Ríkarðsdóttir Owen eignaðist dreng í fyrradag. Hann er því fæddur 12.12.12. Hún átti fyrir dreng sem er fæddur 09.09.09. Þetta er ótrúleg tilviljun, segir Guðrún Sólveig. Maðurinn hennar missti því miður af fæðingunni.

Fimm aðstoða vegna Palestínu

Fimm íslenskir sérfræðingar starfa nú í Mið-Austurlöndum hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna sem veita Palestínumönnum aðstoð.

ASÍ og SA ræða um kaupmátt

Forysta ASÍ hefur ekki tekið ákvörðun um uppsögn kjarasamninga í janúar. Þetta segir Gylfi Arnbjörnsson, formaður ASÍ, í samtali við Fréttablaðið. Framhaldið velti á því hvort náist saman með atvinnurekendum um aðgerðir til kaupmáttareflingar. Forvígismenn stjórnarinnar vísa ásökunum ASÍ á bug.

Borgin og OR fjalla um 950 milljóna kaup

Borgarráð samþykkti í gær að vísa tillögu um kaup Reykjavíkurborgar á Perlunni af Orkuveitu Reykjavíkur (OR) til afgreiðslu borgarstjórnar á þriðjudag. Sama tillaga liggur fyrir stjórnarfundi OR í dag. Kaupverðið er 950 milljónir króna.

Þrjár stofnanir fá 1,8 milljarða króna

Alls munu 1,8 milljarðar króna renna til verkefna á Íslandi á næsta ári í tengslum við landsáætlun IPA, styrkjakerfis ESB en tillögur Íslands í þeim efnum voru nýlega samþykktar af aðildarríkjum ESB.

Fjórir ákærðir fyrir umboðssvik

Þrír fyrrum stjórnendur Glitnis og fyrrum stjórnarformaður aðaleiganda bankans hafa verið kærðir fyrir umboðssvik og hlutdeild í þeim. Málið snýst um sex milljarða króna lánveitingu til kaupa á Aurum Holding.

Aðgerðum á strandstað frestað

Aðgerðum á strandstað í Hvammsvík í Hvalfirði hefur verið frestað til morguns. Ekki tókst að losa fiskibátinn Kára, sem er 12 tonn og 13 metra langur, á flóði í kvöld þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir.

Síld veður á land í Kolgrafafirði

Gríðarlegt magn af síld hefur synt á land og drepist í Kolgrafafirði á Snæfellsnesi í dag. Sjónarvottar segja að magn dauðrar síldar sé nú talið vera að minnsta kosti nokkur hundruð tonn.

Sjá næstu 50 fréttir