Innlent

Formaður Samfylkingarinnar verður kosinn með rafrænni kosningu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason eru báðir í framboði.
Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason eru báðir í framboði.
Nýr formaður Samfylkingarinnar verður kosinn í allsherjaratkvæðagreiðslu meðal allra skráðra félaga flokksins. Kjörnefnd ákvað þetta eftir að Guðbjartur Hannesson og Árni Páll Árnason, sem báðir hafa lýst yfir framboði, lögðu sameiginlega kröfu um slíkt fram í gær.

Samkvæmt tilkynningu rennur framboðsfrestur út á hádegi laugardaginn 28. desember næstkomandi. Kosið verður með rafrænum hætti frá og með 18. janúar til klukkan 18.00 þann 28. janúar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×