Innflutningsbann á jólatré? 14. desember 2012 07:00 Allt að fjögur af hverjum fimm jólatrjám sem seld eru hér á landi eru innfluttir nordmannsþinir. Fréttablaðið/Vilhelm Nýr átusveppur sem greinst hefur í Danmörku og Noregi gæti orðið til þess að innflutningur á normannsþin verði bannaður. Átan gæti ógnað hér allri garð- og skógrækt. Nefnd endurskoðar reglur um plöntuinnflutning. Skógfræðingar leggja til bann við innflutningi á jólatrjám vegna áður óþekkts átusvepps sem leggst á þin í Danmörku og Noregi. Innfluttur normannsþinur stendur hér undir allt að 80 prósentum af jólatrjáasölu. „Með áframhaldandi innflutningi á þin til Íslands er það ekki spurning hvort heldur hvenær sjúkdómurinn skýtur upp kollinum í íslenskum þinskógum,“ segir í samantekt tveggja sérfræðinga Skógræktar ríkisins um málið, þeirra Brynjars Skúlasonar og Halldórs Sverrissonar. Brynjar er sérfróður um skógerfðafræði og erfðavistfræði og Halldór um plöntusjúkdóma og kynbætur trjáa. Halldór segir átusveppinn af ættkvíslinni Neonectria en tegundin sé óviss. Gróhirslur sveppsins séu í klösum af rauðum vörtum sem sprengi sig út úr berkinum. „En þetta er svo nýtilkomið og ekki mikið vitað enn þá,“ segir hann. Hins vegar hafi þinurinn hingað til verið talinn mjög heilbrigður og lítil hætta vegna sjúkdóma eða meindýra sem fylgt gætu jólatrjám. Þinur var því ekki á bannlista eins og aðrar ættkvíslir barrtrjáa í ræktun þegar reglugerð um inn- og útflutning á plöntum tók gildi árið 1990. „En það gæti breytt málinu ef þetta reynist eitthvað sem máli skiptir.“ Vísbendingar eru um að átusveppurinn leggist á fleiri tré, svo sem á rauðgreni. „Reynist svo vera þá er þetta mjög alvarlegt mál vegna þess að miklu meira er í húfi.“ Halldór bendir á að rauðgreni sé annað aðaljólatré landsins. „Hitt er stafafuran.“ Þá bendir Brynjar á að leggist sveppurinn á fleiri tré en þin geti það haft áhrif á alla garð- og skógrækt hér á landi. Halldór og Brynjar eru sammála um að rétt væri að banna innflutning á normannsþin, í það minnsta tímabundið þar til í ljós kemur hversu mikil hætta stafar af átunni. „En því verður náttúrulega ekki komið á strax, til þess vitum við ekki enn nógu mikið. En hugsanlega gæti verið komið bann fyrir næstu jól, ef þetta reynist svona skæður sjúkdómur,“ segir Halldór og bendir á að nú standi yfir endurskoðun á reglugerðinni um innflutning plantna hjá nefnd í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.- óká Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira
Nýr átusveppur sem greinst hefur í Danmörku og Noregi gæti orðið til þess að innflutningur á normannsþin verði bannaður. Átan gæti ógnað hér allri garð- og skógrækt. Nefnd endurskoðar reglur um plöntuinnflutning. Skógfræðingar leggja til bann við innflutningi á jólatrjám vegna áður óþekkts átusvepps sem leggst á þin í Danmörku og Noregi. Innfluttur normannsþinur stendur hér undir allt að 80 prósentum af jólatrjáasölu. „Með áframhaldandi innflutningi á þin til Íslands er það ekki spurning hvort heldur hvenær sjúkdómurinn skýtur upp kollinum í íslenskum þinskógum,“ segir í samantekt tveggja sérfræðinga Skógræktar ríkisins um málið, þeirra Brynjars Skúlasonar og Halldórs Sverrissonar. Brynjar er sérfróður um skógerfðafræði og erfðavistfræði og Halldór um plöntusjúkdóma og kynbætur trjáa. Halldór segir átusveppinn af ættkvíslinni Neonectria en tegundin sé óviss. Gróhirslur sveppsins séu í klösum af rauðum vörtum sem sprengi sig út úr berkinum. „En þetta er svo nýtilkomið og ekki mikið vitað enn þá,“ segir hann. Hins vegar hafi þinurinn hingað til verið talinn mjög heilbrigður og lítil hætta vegna sjúkdóma eða meindýra sem fylgt gætu jólatrjám. Þinur var því ekki á bannlista eins og aðrar ættkvíslir barrtrjáa í ræktun þegar reglugerð um inn- og útflutning á plöntum tók gildi árið 1990. „En það gæti breytt málinu ef þetta reynist eitthvað sem máli skiptir.“ Vísbendingar eru um að átusveppurinn leggist á fleiri tré, svo sem á rauðgreni. „Reynist svo vera þá er þetta mjög alvarlegt mál vegna þess að miklu meira er í húfi.“ Halldór bendir á að rauðgreni sé annað aðaljólatré landsins. „Hitt er stafafuran.“ Þá bendir Brynjar á að leggist sveppurinn á fleiri tré en þin geti það haft áhrif á alla garð- og skógrækt hér á landi. Halldór og Brynjar eru sammála um að rétt væri að banna innflutning á normannsþin, í það minnsta tímabundið þar til í ljós kemur hversu mikil hætta stafar af átunni. „En því verður náttúrulega ekki komið á strax, til þess vitum við ekki enn nógu mikið. En hugsanlega gæti verið komið bann fyrir næstu jól, ef þetta reynist svona skæður sjúkdómur,“ segir Halldór og bendir á að nú standi yfir endurskoðun á reglugerðinni um innflutning plantna hjá nefnd í atvinnu- og nýsköpunarráðuneyti.- óká
Mest lesið Níu ferðamenn á ísnum og heil rúta í viðbót á leiðinni Innlent Kona þungt haldin og sjö hundar hennar brunnu inni Innlent Bovino sendur til Kaliforníu og Leavitt dregur í land Erlent Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Innlent Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Innlent „Ég hafði ekki ímyndunaraflið í að sjá þetta fyrir mér“ Innlent Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Innlent Konur hafi þurft að afgreiða áttatíu vændiskaupendur á þremur dögum Innlent Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Innlent „Þurfum að búa við það á meðan að vera með þennan ofbeldissegg“ Innlent Fleiri fréttir Kvaddi hundinn sem bjargaði lífi hennar uppi í rúmi Þrír eldar á sama tíma á höfuðborgarsvæðinu Innlit á Litla-Hraun í erlendri heimildarmynd Púðurtunnan Vestanhafs, þandar taugar og hörð lending Engar kveðjur fengið frá Kristrúnu Borgarfulltrúi fer ekki aftur fram og hættir í Pírötum Ekki hægt að fullyrða að andlát hafi tengst Covid-19 bólusetningu „Einfaldlega ósammála“ gagnrýni ráðuneytisins Kynna einn frambjóðanda á dag næstu daga Ekki skrýtið að eitthvað bresti vegna álags á framlínustarfsmenn Tveir grunaðir um að rækta hundruð kannabisplantna Verkalýðshreyfingin úti á túni með sitt tal? Mál rússnesku fjölskyldunnar: Króatía sé talið öruggt land Enga ákvörðun tekið um Þórdísi Kolbrúnu Heiða tekur annað sætið í Reykjavík Meiri hveralykt af vatninu vegna viðhalds og viðgerðar Sjóðir að tæmast og uppsagnir í kortunum Heiða hefur ekki heldur svarað uppstillingarnefnd Helga Kristín gengur til liðs við Miðflokkinn Innleiða bílnúmeralesara til að athuga hvar bílar eru skráðir Stefnir í hallarekstur og uppsagnir hjá Stígamótum „Þetta er auðvitað glæsilegt fyrir flokkinn“ Þingfundi ekki frestað vegna handboltans Leitað að fleira fólki á lista Samfylkingarinnar í Reykjavík Þórdís Kolbrún blæs á sögusagnir um vistaskipti Eldur kviknaði í Strætó Starfslokasamningar kostað undirstofnanir fleiri hundruð milljónir Taka á móti fyrstu drengjunum í meðferð í lok febrúar Fannst vanta stemmningu í skólann og skipulögðu handboltamót Foreldrar loki á samskipti barna við ömmu og afa Sjá meira