Innlent

Í varðhald fyrir hrottalega árás

Maðurinn var leiddur fyrir dómara um kvöldmatarleytið í gær og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald.
Maðurinn var leiddur fyrir dómara um kvöldmatarleytið í gær og hann úrskurðaður í gæsluvarðhald. Fréttablaðið/vilhelm
Maður á fertugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald um kvöldmatarleytið í gær vegna hrottafenginnar líkamsárásar á átján ára stúlku á gistiheimili í miðbæ Reykjavíkur nóttina áður.

Stúlkan var mjög illa farin í andliti eftir árásina og dvaldi allan gærdaginn á spítala. Ekki lá fyrir hvort bein hefðu brotnað, enda var hún svo bólgin að það reyndist ekki unnt að kanna það strax með röntgenmyndatöku. Búist var við að hún yrði jafnvel á spítalanum til dagsins í dag. Maðurinn sem talinn er hafa veitt henni áverkana hefur áður komið við sögu lögreglu, meðal annars fyrir ofbeldisverk. Ákveðið var að krefjast gæsluvarðhalds yfir honum á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Dómari féllst á að hann skyldi sæta varðhaldi í fjórar vikur, eða til 10. janúar.

Fólkið mun hafa dvalið saman á gistiheimilinu um skamma hríð. Aðdragandi árásarinnar liggur ekki fyrir, en maðurinn og stúlkan voru bæði allsgáð. - sh




Fleiri fréttir

Sjá meira


×