Innlent

Jón Sigurðsson nýr formaður Eirar

Jón Sigurðsson var formaður Framsóknarflokksins og þar áður seðlabankastjóri.
Jón Sigurðsson var formaður Framsóknarflokksins og þar áður seðlabankastjóri.
Jón Sigurðsson, fyrrverandi seðlabankastjóri og formaður Framsóknarflokksins, hefur tekið við sem stjórnarformaður stjórnar Eirar. Þetta var ákveðið á fulltrúaráðsfundi sem lauk fyrir skömmu en þar var stjórn Eirar leyst upp og ný kosin.

Fráfarandi stjórnarformaður, Magnús L. Sveinsson, sem tók við stjórnartaumunum þegar Vilhjálmur Vilhjálmsson sagði af sér fyrr í vetur, lagði fram bókun á stjórnarfundi Eirar í morgun þar sem hann sakaði stjórnarmenn um trúnaðarbrest þegar þeir fóru með gögn til sérstaks saksóknara fyrir skömmu, þar sem óskað var eftir lögreglurannsókn á málefnum hjúkrunarheimilisins, sem er gríðarlega skuldsett.

Samkvæmt tilkynningu frá Eir þá eru eftirfarandi í stjórn:

Formaður: Jón Sigurðsson, VR

Meðstjórnendur:

Einar Jón Ólafsson, Reykjavíkurborg

Hrönn Pétursdóttir, Reykjavíkurborg

Ólafur Haraldsson,  Blindrafélagið og Blindravinafélag Íslands

Elínbjörg Magnúsdóttir, Efling – stéttarfélag

Sveinn Guðmundsson,  SÍBS

Hákon Björnsson,   Mosfellsbær


Tengdar fréttir

Skipt út úr stjórn og fulltrúaráði Eirar

Flestum ef ekki öllum fulltrúum í fulltrúaráði Hjúkrunarheimilisins Eirar verður skipt út á fundi í dag. Í kjölfarið verður skipuð ný stjórn. Samstaða er meðal flestra um að óska eftir rannsókn á fjármálum hjúkrunarheimilisins á næstunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×