Kreppan bjó í haginn fyrir umbótastarf 14. desember 2012 09:00 Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir nauðsynlegar umbætur hafa verið innleiddar í kjölfar fjármálakreppunnar. Evruríkin séu ekki sloppin úr kreppunni en hið versta sé yfirstaðið. FRéttablaðið/Stefán Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjármálakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta. Vandræði evrusvæðisins eru ekki að baki, en það versta er sennilega yfirstaðið. Þetta segir dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, í samtali við Fréttablaðið. Hann var með framsögu á málþingi um reynslu evruríkjanna og Íslands í fjármálakreppunni í gær. „Kreppan var sennilega líka vanmetin í upphafi þar sem hún hefur nú staðið yfir í fimm ár, sem er afar langur tími,“ segir Falchi en bætir því við að hún hafi þó haft ýmsar jákvæðar afleiðingar. „Þó að fjármálakreppan hafi vitanlega haft afar alvarleg áhrif neyddi hún okkur Ítali til að horfast í augu við staðreyndir og hefja nauðsynlegar umbætur.“ Hið sama segir hann gilda um evrusvæðið í heild þar sem meðal annars var ákveðið í fyrrinótt að samræma reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Aðspurður um muninn á stöðu Íslands og Ítalíu eftir hrun, þar sem Ísland hafði eigin mynt og Ítalía var með evru, segir Falchi að sé horft til þróunar efnahagsmála í löndunum tveimur sé samanburðurinn Íslandi í hag. Hagvöxtur sé hafinn á ný á Íslandi, meðal annars vegna þess að Ísland hefur eigin mynt, en Ítalía horfi enn fram á samdrátt þangað til á næsta ári. „Aðstæðurnar eru hins vegar ólíkar þar sem Ítalía er mun nátengdari mörkuðum í Evrópu, en við þekkjum þessa hluti frá fyrri tíð. Áður en við tókum upp evruna einkenndist efnahagslífið af sveiflum. Erfiðleikar kölluðu á gengisfellingu lírunnar sem efldi útflutning og stuðlaði þannig að hagvexti, en innan þriggja eða fjögurra ára hafði verðbólga stóraukist og stýrivextir hækkað. Ábatinn af slíku var því enginn til lengri tíma og með aðild að myntbandalaginu tókum við ákvörðun um að segja skilið við slíkt.“ Hann segir að vissulega hafi almenningur á Ítalíu mátt taka á sig auknar byrðar, en andstaðan við aðhaldsaðgerðir hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem gerst hefur í Grikklandi. „Svo sjáum við hins vegar evruríkið Írland, sem varð afar illa úti í hruninu, og gat ekki beitt gengisfellingu, en Írum hefur hins vegar auðnast að snúa aftur á braut hagvaxtar. Þannig er ekki hægt að benda á eina lausn í þessum málum.“ Falchi segir, spurður um horfurnar á Ítalíu næstu misseri, að hann óttist ekki framvinduna þrátt fyrir að þingkosningar verði í febrúar og óvíst hverjir taki við völdum. „Markaðirnir skilja að landið er á réttri leið og trúa því að óháð því hvernig stjórn taki við, muni hún fylgja stefnunni sem hefur verið mörkuð.“thorgils@frettabladid.is Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, segir að þó fjármálakreppan hafi haft alvarleg áhrif hafi hún neytt evruríkin til að horfast í augu við óþægilegar staðreyndir. Upplausn og erfiðleikum hafi fylgt vilji til umbóta. Vandræði evrusvæðisins eru ekki að baki, en það versta er sennilega yfirstaðið. Þetta segir dr. Gianandrea Falchi, framkvæmdastjóri hjá Seðlabanka Ítalíu, í samtali við Fréttablaðið. Hann var með framsögu á málþingi um reynslu evruríkjanna og Íslands í fjármálakreppunni í gær. „Kreppan var sennilega líka vanmetin í upphafi þar sem hún hefur nú staðið yfir í fimm ár, sem er afar langur tími,“ segir Falchi en bætir því við að hún hafi þó haft ýmsar jákvæðar afleiðingar. „Þó að fjármálakreppan hafi vitanlega haft afar alvarleg áhrif neyddi hún okkur Ítali til að horfast í augu við staðreyndir og hefja nauðsynlegar umbætur.“ Hið sama segir hann gilda um evrusvæðið í heild þar sem meðal annars var ákveðið í fyrrinótt að samræma reglur og eftirlit með bankastarfsemi. Aðspurður um muninn á stöðu Íslands og Ítalíu eftir hrun, þar sem Ísland hafði eigin mynt og Ítalía var með evru, segir Falchi að sé horft til þróunar efnahagsmála í löndunum tveimur sé samanburðurinn Íslandi í hag. Hagvöxtur sé hafinn á ný á Íslandi, meðal annars vegna þess að Ísland hefur eigin mynt, en Ítalía horfi enn fram á samdrátt þangað til á næsta ári. „Aðstæðurnar eru hins vegar ólíkar þar sem Ítalía er mun nátengdari mörkuðum í Evrópu, en við þekkjum þessa hluti frá fyrri tíð. Áður en við tókum upp evruna einkenndist efnahagslífið af sveiflum. Erfiðleikar kölluðu á gengisfellingu lírunnar sem efldi útflutning og stuðlaði þannig að hagvexti, en innan þriggja eða fjögurra ára hafði verðbólga stóraukist og stýrivextir hækkað. Ábatinn af slíku var því enginn til lengri tíma og með aðild að myntbandalaginu tókum við ákvörðun um að segja skilið við slíkt.“ Hann segir að vissulega hafi almenningur á Ítalíu mátt taka á sig auknar byrðar, en andstaðan við aðhaldsaðgerðir hefur ekki verið neitt í líkingu við það sem gerst hefur í Grikklandi. „Svo sjáum við hins vegar evruríkið Írland, sem varð afar illa úti í hruninu, og gat ekki beitt gengisfellingu, en Írum hefur hins vegar auðnast að snúa aftur á braut hagvaxtar. Þannig er ekki hægt að benda á eina lausn í þessum málum.“ Falchi segir, spurður um horfurnar á Ítalíu næstu misseri, að hann óttist ekki framvinduna þrátt fyrir að þingkosningar verði í febrúar og óvíst hverjir taki við völdum. „Markaðirnir skilja að landið er á réttri leið og trúa því að óháð því hvernig stjórn taki við, muni hún fylgja stefnunni sem hefur verið mörkuð.“thorgils@frettabladid.is
Mest lesið Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Skotárás á Times Square Erlent Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Innlent Fleiri fréttir Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira