Innlent

CNN fer fögrum orðum um Ísland

Richard Quest og Ólafur Ragnar Grímsson eru bestu mátar líkt og sjá má í umfjöllun Business Traveller.
Richard Quest og Ólafur Ragnar Grímsson eru bestu mátar líkt og sjá má í umfjöllun Business Traveller.
Íslandsþáttur CNN Business Traveller er farinn í loftið hjá fréttastöðinni. Breski viðskiptablaðamaðurinn Richard Quest stýrir þættinum. Hann dvaldi á Íslandi í nóvember og fer fögrum orðum um land og þjóð. Þættinum er skipt upp í tvo hluta á vefsíðu CNN þar sem einnig er skrifuð frétt um gott gengi íslenska ferðamannaiðnaðarins. Ólafur Ragnar Grímsson forseti og Dorrit Moussaeff forsetafrú eru áberandi í umfjölluninni. Í öðrum hluta þáttarins fer Ólafur Ragnar með Quest í bíltúr í forsetabílnum, á einkatónleika með Mótettukór Hallgrímskirkju og upp í kirkjuturninn til að njóta útsýnisins yfir Reykjavík. Quest hrífst einnig af Dorrit en hún drífur hann meðal annars í útreiðartúr í Mosfellsdalnum. Báðum innslögum lýkur svo í flugvél Icelandair þar sem flugfreyjukór brestur í söng og óskar áhorfendum CNN gleðilegra jóla og farsæls komandi árs. Fyrri hluti þáttarins: Í seinni hluta þáttarins fjallar Quest um það hvernig ferðamannaiðnaðurinn hjálpaði Íslandi að ná sér eftir hrunið. Ólafur Ragnar útskýrir þetta fyrir honum en Quest tekur einnig viðtöl við Steingrím J. Sigfússon, Birki Guðnason, forstjóra Icelandair og fleiri. Seinni hluti þáttarins:



Fleiri fréttir

Sjá meira


×