Innlent

Fangageymslur lögreglunnar endurbættar

Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri t.h. og Stefán Eiríksson lögreglustjóri klippa  lögregluborðann.
Hörður Jóhannesson, aðstoðarlögreglustjóri t.h. og Stefán Eiríksson lögreglustjóri klippa lögregluborðann.
Fangageymslur lögreglunnar á Hverfisgötu í Reykjavík hafa verið gerðar upp, ef svo má að orði komast. Geymslurnar voru fyrst teknar í notkun árið 1970 og fjölmargir gist þar eina nótt eða svo í gegnum árin.

Eitt og annað hefur þurft að lagfæra í fangageymslunni í gegnum tíðina enda eiga gestirnir það til að láta ófriðlega.

Á þessu ári hafa verið gerðar verulegar endurbætur á fangageymslunni, svo hún geti sem best þjónað hlutverki sínu.

Þegar framkvæmdum lauk á dögunum þótti ekki annað við hæfi en að minnast þeirra tímamóta með því að klippa á borða, enda er fangageymslan orðin eins og ný. Þrátt fyrir aðstöðuna er það einlæg ósk lögreglunnar að sem fæstir þurfi að gista í fangageymslunni, fastagestir geta hinsvegar huggað sig við það að það mun fara örlítið betur um þá núna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×