Innlent

Borgin hyggst kaupa Perluna fyrir 950 milljónir

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Stjórn Orkuveitu Reykjavíkur samþykkti í dag að veita forstjóra fyrirtækisins heimild til að undirrita kaupsamning og afsal vegna Perlunnar. Allir tankarnir í Öskjuhlíð, sem eru hluti hitaveitunnar í borginni, verða áfram í eigu Orkuveitunnar.

Kaupverð samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum er 950 milljónir króna. Kaup Reykjavíkurborgar eru háð því að samningar takist við yfirvöld menningarmála um að þau leigi húsið undir náttúruminjasafn.

Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg kemur fram að auk Perlunnar muni náttúruminjasafni standa til boða að leigja þann tankanna á Öskjuhlíðinni, sem verið hefur safn síðasta áratuginn. Áhætta var metin af því hvort það hafi áhrif á framtíðar-afhendingaröryggi á heitu vatni. Niðurstaðan varð að áhrifa mun gæta aukist byggð mikið og verður því mætt með viðlagaákvæði í leigusamningi um tankinn.

Frekari upplýsingar um kaupin er að finna hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×