Innlent

Vöxtur yfirdráttar 29 prósent frá 2009

Breytingar innan fjármálakerfisins skýra hækkun yfirdráttarskulda í bókum SÍ að stórum hluta.
Breytingar innan fjármálakerfisins skýra hækkun yfirdráttarskulda í bókum SÍ að stórum hluta.
Vöxtur yfirdráttarskulda heimilanna frá júlí 2009 til júlí 2012 var úr 43,6 milljörðum króna í tæpa 66 milljarða króna. Það gerir um 29 prósenta vöxt á þessum þremur árum.

Þessum tölum kom Seðlabanki Íslands til Fréttablaðsins vegna forsíðufréttar á mánudag. Þar kemur fram að yfirdráttarlánin stóðu í 86,8 milljörðum í lok júlí en það er næstum tvöföld sú tala sem kemur upp í tölfræði SÍ um yfirdráttarlánin í júlí 2009. Fyrir þessari hækkun eru fleiri skýringar en bent var á í fréttinni og tengjast hræringum innan bankakerfisins og breytingum almennt. Útgangspunkturinn fréttarinnar var því villandi og rétt að árétta eftirfarandi:

Í lok mars rann Kreditkort saman við Íslandsbanka og frá þeim tíma flokkast kreditkortaskuldir við Kreditkort sem yfirdráttarlán við innlánsstofnanir. Við það jukust yfirdráttarskuldir án þess að um raunverulega aukningu væri að ræða.

Þessu til viðbótar jukust mældar yfirdráttarskuldir í nóvember í fyrra við sameiningu Íslandsbanka og BYR þar sem þessar skuldir höfðu verið bókaðar með mismunandi hætti. Breyttar uppgjörs-aðferðir innlánsstofnana við greiðslukortafyrirtæki í samræmi við reglur Seðlabankans um greiðsluuppgjör kortaviðskipta skipta hér einnig miklu.

- shá




Fleiri fréttir

Sjá meira


×