Fleiri fréttir

Djúpið fær glimrandi dóma

Kvikmyndin Djúpið í leikstjórn Baltasar Kormáks fær afbragðs dóma í erlendum fjölmiðlum. Baltasar er meðal annars sagður ná fram áhrifamiklum og raunhæfum senum úti á sjó sem minna á bestu verk leikstjóranna James Cameron og Wolfgang Petersen.

Leita að 11 þúsund kindum á hættulegum svæðum

Björgunarsveitarfólk leitar nú að um ellefu þúsund kindum á víðfermu svæði. Svæðin eru erfið yfirferðar og leitarflokkarnir verða að fara um á sleðum og snjóbílum, enda ekkert göngufæri á svæðunum.

Töluverð röskun á slátrun - féð enn fast í fönn

Töluverð röskun verður í slátrun hjá Norðlenska vegna fannfergisins fyrir norðan, en talið er að um 12 þúsund fjár séu fastar í fönn. "Við vorum svona að komast upp í full afköst í slátrun þegar þetta gerðist og vorum með lítið í húsi í gær,“ segir Sigmundur Ófeigsson, framkvæmdastjóri Norðlenska. Hann segir að það hafi ekki verið hægt að byrja störf fyrr en eftir hádegi í gær

Einvígis minnst í Laugardalshöll

Sérstök hátíðardagskrá í tilefni þess að nú eru fjörutíu ár frá heimsmeistaraeinvígi Boris Spassky og Bobby Fischers árið 1972 verður kynnt í borgarráði á morgun.

Fræða lögfræðinga um siðferði

Ráðstefna um siðferði lögfræðinga og lagakennslu verður haldin næsta föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Málþingið er haldið í tilefni af 10 ára afmæli lagadeildar HR.

Tungnaréttum frestað um einn dag

Loftur Jónsson, fjallkóngur Tungnamanna í Myrkholti í Bláskógabyggð hefur ákveðið að Tungnaréttum verði frestað frá laugardeginum 15. september til sunnudagsins 16. september eða um einn dag. Ástæðan er illviðrið á fjöllum á mánudaginn sem tafði fjallmenn um einn dag. Þá gengur illa að koma fénu fram enda er það þungt af klakakleprum og erfitt að reka féð. Ekki er vitað til þess að réttunum hafa verið frestað áður.

Björgunarsveitamenn á um 20 bílum

Um 20 breyttum björgunarbílum, snjóbíl, fjölmörgum fjórhjólum og snjósleðum hafði verið safnað saman við björgunarmiðstöð Garðars við Húsavíkurhöfn í morgun. Þar voru björgunarsveitamenn af öllu Norðurlandi samankomnir. Verkefni dagsins er að sjálfsögðu að bjarga því fé úr fönn sem bjargað verður. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru þúsundir fjár á Þeistareykjasvæðinu einu saman.

Kallaði lögregluþjón nasista og rottu

Ríkissaksóknari hefur ákært hálffertugan mann fyrir að veitast með ofsafengnu orðbragði að tveimur nafngreindum lögregluþjónum á Facebook.

Lögreglan varar ökumenn við sólstöðunni

Lögregla varar við lágri sólarstöðu þessa dagana en um kvöldmatarleytið í gær blindaðist ökumaður á höfuðborgarsvæðinu og ók á ljósastaur. Maðurinn slapp ómeiddur en bifreiðin beyglaðist nokkuð.

Fjöldi manna leitar að þúsundum kinda í dag

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í gærkvöldi yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gengið hefur yfir landið. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, óvissu-, hættu- og neyðarstig.

Evrópa tekur lambið af matseðli í kreppu

Útflutningur á íslensku lambakjöti til ESB-ríkja dróst saman um meira en helming fyrstu sex mánuði ársins. Kreppan í Evrópu gerir útflutning erfiðari. Framleiðendur hafa stofnað markaðssamtök fyrir dýrari erlenda markaði.

"Þetta eru náttúruhamfarir“

Tugir þúsunda fjár voru enn uppi í snævi þöktum fjöllum Norðurlands í gærkvöld. Ástandið verra en talið var. Hefðu getað náð fénu inn ef veðurspáin hefði verið rétt, segir bóndi. Enn var rafmagnslaust í gærkvöld.

Dregið úr fjárframlögum til ættleiðinga á næsta ári

Fjárframlög til Íslenskrar ættleiðingar verða hundrað þúsund krónum minni á næsta ári en í ár, samkvæmt fjárlagafrumvarpinu sem kynnt var í gær. Gert er ráð fyrir því að Íslensk ættleiðing fái 9,1 milljón króna á fjárlögum en upphæðin í ár var 9,2 milljónir.

Starfshópur um staðgöngu skipaður

Kristrún Heimisdóttir, lektor í lögfræði, er formaður starfshóps sem skipaður hefur verið til að gera lagafrumvarp sem heimilar staðgöngumæðrun í velgjörðarskyni.

Kveikt í nýbyggingu fyrir aldraða

Kveikt var í einangrun nýbyggingar við Hlaðhamra dvalarheimili aldraðra í Mosfellsbæ í nótt, slökkviliðið var kallað á staðinn en eldurinn náði sér þó aldrei á strik.

Stormurinn Leslie nær ekki fellibylsstyrk

Töluvert hefur dregið úr styrk hitabeltisstormsins Leslie sem fara mun yfir austurströnd Nýfundnalands í dag og litlar líkur eru nú taldar á því að Leslie nái fellibylsstyrk. Reiknað er með að leyfarnar af Leslie nái til Íslands á næstu dögum en þá sem haustlægð.

"Það eru allir boðnir og búnir að taka höndum saman"

"Það gefur auga leið að þegar bústofninn er í hættu þá er þungt yfir mönnum. Svona hefur ekki átt sér stað í mörg mörg ár," segir Svavar Pálsson, sýslumaður á Húsavík, sem hefur fundað með viðbragðsaðilum fyrir norðan í allt kvöld.

Neyðarstigi lýst yfir fyrir norðan - 12 þúsund kindur fastar upp á fjöllum

Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra lýsti í kvöld yfir neyðarstigi í Þingeyjarsýslum vegna óveðursins sem gekk yfir landið í gær. Talið er að 10 til 12 þúsund kindur séu fastar upp á fjöllum vegna fannfergis. Hættustigin hjá Almannavarnardeild eru þrjú, það er að segja óvissu-, hættu- og neyðarstig.

Verkþekking Íslendinga byggir upp innviði Grænlands

Virkjunarframkvæmdir Ístaks, sem nú standa yfir við Diskóflóa á Grænlandi, skila 6-8 milljarða króna tekjum til íslenskra fyrirtækja. Íslensk verkþekking byggir um leið upp innviði Grænlands og segir orkumálastjóri landsins smíði vatnsaflsstöðva hafa gríðarlega þýðingu. Þetta kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í kvöld, þeim síðari um störf Íslendinga á Grænlandi, en sá fyrri var í gærkvöldi. Virkjunin við Ilulissat telst kannski ekki stór á íslenskan mælikvarða, hún verður 22,5 megavött eða um fjórðungur af stærð Búðarhálsvirkjunar, sem nú er í smíðum.

Fjármálaráðherra: Ríkið er að sigla örugglega út úr kreppunni

Fjármálaráðherra vill hækka barnabætur, lengja fæðingarorlofið og stendur við átján prósenta hækkun virðisaukaskatts á gistingu. Þetta er meðal þess sem hún kynnti í nýjum fjárlögum sem hún segir að megi líta á sem kosningafjárlagafrumvarp. Hún segir ríkið vera að sigla örugglega út úr kreppunni.

Virkjunin gæti breyst í ísklump

Virkjanagöng, sem Ístaksmenn bora á Grænlandi langt norðan heimskautsbaugs, liggja í svo köldu bergi að það virkar eins og frystikista. Það er því raunveruleg hætta á því að virkjunin geti frosið og orðið að ísklumpi. Þetta kemur fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 laust fyrir klukkan sjö í kvöld en þar verður fjallað um þær miklu áskoranir sem mæta íslenskum verktökum og verkfræðistofum við hönnun og smíði virkjunar skammt frá bænum Ilulissat við Diskóflóa.

Skorið verulega niður hjá sérstökum saksóknara

Áætlað er að lækka framlög ríkisins til sérstaks saksóknara um 516,3 milljónir króna samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisins sem var kynnt í dag. Gert er ráð fyrir því að veltan dragist saman eftir því sem rannsóknum embættisins vindur áfram. Þá er áætlað að skorið verði ennfrekar niður, eða um þrjú hundruð milljónir króna, árið 2014.

Um 20% stunda nám erlendis

Tæplega fimmtungur íslenskra háskólanema stundaði nám erlendis árið 2010. Það er hærra hlutfall en í nokkru öðru ríki sem tilheyrir Efnahags- og framfarastofnunni að Lúxemborg undanskildu.

Skorið niður hjá hælisleitendum en Útlendingastofnun efld

Gert er ráð fyrir 3,4 milljóna króna niðurskurð í málaflokki hælisleitenda samkvæmt fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar sem var kynnt í dag. Í útskýringum í frumvarpinu segir að umönnunarkostnaður vegna hælisleitenda hafi vaxið mikið á liðnum misserum og má gera ráð fyrir því að fyrir árið 2012 muni útgjöld vegna málaflokksins fara verulega fram úr fjárheimildum gildandi fjárlaga, sem eru 77 milljónir króna.

Umboðsmaður setur ofan í við Persónuvernd

Umboðsmaður Alþingis komst nýverið að þeirri niðurstöðu að úrskurður Persónuverndar hefði ekki verið verið í samræmi við lög. Persónuvernd hafði úrskurðað að tveir sálfræðingar hefðu brotið lög um persónuvernd þegar þeir unnu skýrslu um einelti á ákveðinni stofnun.

Níu þingmenn viðstaddir hugvekju Siðmenntar

Níu þingmenn mættu til hugvekju Siðmenntar sem haldin var á Hótel Borg í stað þess að mæta í hefðbundna guðsþjónustu í Dómkirkjunni við setningu Alþingis. Það var Svanur Sigurbjörnsson, læknir og stjórnarmaður í Siðmennt, sem hélt hugvekju um "heilbrigði þjóðar“.

Braust inn á eigið heimili - lögreglan fann svo kannabis í skúrnum

Lögreglan á Suðurnesjum hafði um helgina afskipti af manni, sem var að reyna að brjótast inn í hús með barefli. Í ljós kom að þarna var að verki húsráðandi sem hafði læst sig úti. Hann var kominn inn í inngang að bílskúr húsnæðisins þegar lögreglumenn komu á vettvang og fundu þeir sterka kannabislykt þar.

Sitja fastir á 38 tommu dekkjum

Tveir bílar frá Björgunarsveitinni á Hellu voru sendir upp að Gæsavötnum á hálendinu um tvö leytið í dag til að sækja hóp erlendra ferðamanna sem sitja þar fastir vegna veðurs.

Stal samloku og heyrnartólum

Héraðsdómur Reykjavíkur sakfelldi karlmann fæddan 1987 fyrir að hafa stolið samloku og heyrnartólum. Maðurinn stal samlokunni í janúar síðastliðnum og svo heyrnartólunum, sem voru að gerðinni Sennheiser, í mars. Maðurinn játaði sök. Brotaferill mannsins hófst árið 2005 en hann hefur fjórum sinnum gengist undir sáttir vegna brota á ávana- og fíkniefnalöggjöfinni.

Dæmdur fyrir kannabisrækt

Karlmaður fæddur 1986 var sakfelldur í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag fyrir að staðið að ræktun á fimm til tíu kannabisplöntum og haft í vörslum sínum rúmlega fimmtán hundruð grömm af kannabislaufum. Maðurinn játaði brot sitt skýlaust en hann hafði staðið að ræktun plantnanna um nokkurt skeið. Plönturnar fundust á heimili mannsins í maí á síðasta ári.

Ekki flókið að texta fréttatíma

Gísli Ásgeirsson, skjalaþýðandi og fyrrverandi starfsmaður Ríkissjónvarpsins, segir að hvorki sé flókið né kostnaðarsamt að texta sjónvarpsfréttatíma svo heyrnarskertir geti fylgst með. Félag heyrnarskertra telur mikið réttindamál að öll íslensk sjónvarpsdagskrá verði textuð og hyggst berjast ötullega fyrir því á 75 ára afmælisári félagsins sem nú stendur yfir.

Guðsþjónusta hafin

Hefðbundin guðsþjónusta í Dómkirkjunni vegna þingsetningar er hafin. Séra Kristján Valur Ingólfsson vígslubiskup prédikar og séra Hjálmar Jónsson, sóknarprestur í Dómkirkjunni, þjónar fyrir altari ásamt biskupi Íslands, Agnesi M. Sigurðardóttur.

Bændur kunna að bjarga sér

Bændur á Norðurlandi sem sjá fram á rafmagnsleysi næstu daga finna leiðir til að bjarga sér. Flestir eru með litlar rafstöðvar við býlin sín og þeir sem ekki búa svo vel geta sótt slíkar rafstöðvar og ekið þeim á milli bæja. Þannig er komið í veg fyrir mikið tjón sem rafmagnsleysi getur valdið í landbúnaði.

Sjá næstu 50 fréttir