Innlent

Jóhanna beindi sjónum sínum til íbúa á Norðurlandi

Boði Logason skrifar
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra þakkaði björgunarsveitarmönnum fyrir norðan sem hafa lagt sitt af mörkum til björgunarstarfa síðustu daga við upphaf stefnuræðu sinnar á Alþingi í kvöld.

„Við upphaf þessarar umræðu finnst mér við hæfi að beina hugum okkar til íbúa norð-austurlands sem á undanförnum dögum hafa glímt við margvíslegar raunir vegna veðuráhlaupsins sem gekk yfir svæðið í upphafi vikunnar," sagði Jóhanna.

Hún sagði að hundruð einstaklinga hafi þar unnið þrekvirki, lagt nótt við nýtan dag til að bjarga búfénaði, margvíslegum verðmætum og til að koma innviðum samfélagsins aftur í samt lag. „Og það mikilvæga björgunarstarf er enn í fullum gangi."

Þá sagðist hún vilja fullvissa heimamenn um að ríkisstjórnin muni áfram fylgjast vel með gangi mála og tryggja að allur nauðsynlegur stuðningur verður veittur.

„Samstaðan og samhjálpin skiptir öllu máli þegar tekist er á við óblíð öfl náttúrunnar. Einmitt þá sýnum við Íslendingar okkar bestu hliðar og þannig munum við einnig sigrast á þeim áföllum sem veðurhamurinn hefur valdið íbúum norð-austurlands á liðnum dögum," sagði Jóhanna á Alþingi í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×