Steingrímur: Koðnum ekki niður vegna þessarar samþykktar 12. september 2012 17:33 Steingrímur J. Sigfússon. „Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu. Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Steingrímur hefur margt við þetta að athuga, hann bendir meðal annars á að rannsóknir hér á landi á markrílstofninum hafi leitt í ljós að stofninn sé að langmestu leytinu í góðu ástandi og nýttur á sjálfbærann og ábyrgan hátt. „En þá kemur að alvöru málsins," segir Steingrímur. „Því er ekki að leyna, að síðasta þegar ég skoðaði þessar reglur, að þær myndu rúma víðtækari aðgerðir en við teljum réttar og við drögum línuna þar," bætir Steingrímur við. „Það að blanda þessu sölu á afurðum, svo ég tali ekki um meðaflategundum eða veiðarfærum eða búnaði við þessar reglur - við myndum taka því óstinnt upp ef útfærsla aðgerðanna fari út fyrir þann ramma sem við teljum lög heimila," segir hann en í niðurstöðu þingsins segir meðal annars að þvinganirnar nái yfir aðra tegundir fiska, Steingrímur áréttar að reglurnar nái þó ekki yfir bolfisk. Hann segir útfærsluna sem samþykkt var af þingmönnum Evrópuþingsins, ekki í samræmi við vilja harðskeyttustu afla á þinginu sem vildu ganga lengra í málinu. Steingrímur áréttar að í reglunum sjálfum sem samþykktar voru er ekki minnst sérstaklega á Færeyjar eða Ísland. „Umfjöllun erlendra fjölmiðla eru að einhverju leyti á misskilningi byggðar hvað það varðar," segir Steingrímur. „En auðvitað vitum við til hvers refirnir eru skornir," bætir hann við. Spurður hvort þarna sé ekki verið að neyða Ísland og Færeyjar að samningaborðinu svarar Steingrímur því til að það sé alveg ljóst að þetta muni spilla andrúmsloftinu. „Ég hef sagt það á mörgum fundum að svona lagað, eða endalausar hótanir um þetta, muni ekki gera neitt annað en að spilla andrúmsloftinu." Steingrímur segir íslensku ríkisstjórnina mótmæla þessari samþykkt harkalega. Hann bendir á að veiðar Íslendingar séu alls ekki eina vandamálið í þessu samhengi. „Við getum auðveldlega snúið þessu við, það að Noregur og ESB úthluti sér einhliða 90 prósentum af makrílstofninum og horfa framhjá rétti Íslendinga í þessu máli er ekki réttlætanlegt," segir Steingrímur. Hann bætir við að málið verði að leysast með málefnalegum hætti við samningaborðið. „En þeir þekkja ekki Íslendinga vel ef þeir halda að við koðnum niður við þessa samþykkt," bætir hann við að lokum. Þó refsiaðgerðirnar hafi verið samþykktar á Evrópuþinginu er enn aðeins um tillögur að ræða. Því er ekki þar með sagt að þeim verði beitt gegn Íslendingum. Tillögurnar eiga eftir að fara fyrir ráðherraráðið sem þá þarf að samþykkja þær. Það yrði að öllum líkindum ekki gert fyrr en í október. Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
„Það er í sjálfu sér ágætt að Evrópusambandið hafi áhyggjur af sjálfbærni fiskveiða, en þeir eiga sjálfir langt í land þar, ég geri svo sem engar athugasemdir við það," segir Steingrímur J. Sigfússon atvinnuvegaráðherra um samþykkt Evrópuþingsins um viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum vegna makríldeilunnar svokölluðu. Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Steingrímur hefur margt við þetta að athuga, hann bendir meðal annars á að rannsóknir hér á landi á markrílstofninum hafi leitt í ljós að stofninn sé að langmestu leytinu í góðu ástandi og nýttur á sjálfbærann og ábyrgan hátt. „En þá kemur að alvöru málsins," segir Steingrímur. „Því er ekki að leyna, að síðasta þegar ég skoðaði þessar reglur, að þær myndu rúma víðtækari aðgerðir en við teljum réttar og við drögum línuna þar," bætir Steingrímur við. „Það að blanda þessu sölu á afurðum, svo ég tali ekki um meðaflategundum eða veiðarfærum eða búnaði við þessar reglur - við myndum taka því óstinnt upp ef útfærsla aðgerðanna fari út fyrir þann ramma sem við teljum lög heimila," segir hann en í niðurstöðu þingsins segir meðal annars að þvinganirnar nái yfir aðra tegundir fiska, Steingrímur áréttar að reglurnar nái þó ekki yfir bolfisk. Hann segir útfærsluna sem samþykkt var af þingmönnum Evrópuþingsins, ekki í samræmi við vilja harðskeyttustu afla á þinginu sem vildu ganga lengra í málinu. Steingrímur áréttar að í reglunum sjálfum sem samþykktar voru er ekki minnst sérstaklega á Færeyjar eða Ísland. „Umfjöllun erlendra fjölmiðla eru að einhverju leyti á misskilningi byggðar hvað það varðar," segir Steingrímur. „En auðvitað vitum við til hvers refirnir eru skornir," bætir hann við. Spurður hvort þarna sé ekki verið að neyða Ísland og Færeyjar að samningaborðinu svarar Steingrímur því til að það sé alveg ljóst að þetta muni spilla andrúmsloftinu. „Ég hef sagt það á mörgum fundum að svona lagað, eða endalausar hótanir um þetta, muni ekki gera neitt annað en að spilla andrúmsloftinu." Steingrímur segir íslensku ríkisstjórnina mótmæla þessari samþykkt harkalega. Hann bendir á að veiðar Íslendingar séu alls ekki eina vandamálið í þessu samhengi. „Við getum auðveldlega snúið þessu við, það að Noregur og ESB úthluti sér einhliða 90 prósentum af makrílstofninum og horfa framhjá rétti Íslendinga í þessu máli er ekki réttlætanlegt," segir Steingrímur. Hann bætir við að málið verði að leysast með málefnalegum hætti við samningaborðið. „En þeir þekkja ekki Íslendinga vel ef þeir halda að við koðnum niður við þessa samþykkt," bætir hann við að lokum. Þó refsiaðgerðirnar hafi verið samþykktar á Evrópuþinginu er enn aðeins um tillögur að ræða. Því er ekki þar með sagt að þeim verði beitt gegn Íslendingum. Tillögurnar eiga eftir að fara fyrir ráðherraráðið sem þá þarf að samþykkja þær. Það yrði að öllum líkindum ekki gert fyrr en í október.
Tengdar fréttir Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55 Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23 Mest lesið Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu Innlent Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Innlent Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Innlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Innlent Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Innlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Fleiri fréttir Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Segir ferðaþjónustunni mismunað og efnir til mótmæla Félag eldri borgara vildi bygginguna nær lóðarmörkunum Von der Leyen dásamaði útsýnið á Reykjavíkurflugvelli Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Sjá meira
Evrópuþingið samþykkir viðskiptaþvinganir gegn Íslendingum Evrópuþingið samþykkti í dag að beita Íslendinga og Færeyinga viðskiptaþvingunum vegna makríldeilunnar, eftir því sem fram kemur í fréttum BBC. Íslendingar og Færeyingar hafa verið gagnrýndir harðlega á síðustu dögum fyrir of miklar veiðar úr makrílstofninum og er talið að þær séu ósjálfbærar. Viðskiptaþvinganirnar felast í því að útflutningur á makríl og öðrum fiskafurðum verður bannaður. 12. september 2012 15:55
Viðskiptaþvinganir á Ísland andstæðar lögum Ef Evrópusambandið nýtir heimildir til að beita Íslend refsiaðgerðum vegna makríldeilunnar fara þeir á svig við alþjóðalög. Þetta segir Friðrik J. Arngrímsson, formaður LÍÚ. 12. september 2012 17:23