Vandamálið ekki séríslenskt Óli Kristján Ármannsson skrifar 13. september 2012 11:00 Við setningu Alþingis Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, gerði stöðu Alþingis í þjóðarvitundinni að umræðuefni í ræðu sinni við setningu Alþingis á þriðjudag. Fréttablaðið/GVA Ummæli forseta Íslands við setningu Alþingis á þriðjudag eru framhald af stefnu sem hann boðaði í kosningabaráttu sinni til embættis forseta fyrr á árinu, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á komandi vetri yrði tekið á vanda Alþingis, ella myndu aukast áfram kröfur um afskipti hans af setningu laga, umfram það sem tíðkast hefði. Bauð hann í ræðunni liðsinni sitt við að efla á ný virðingu Alþingis.Gunnar Helgi KristinssonGunnar Helgi segir hafa komið fram í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í sumar að Ólafur Ragnar túlki embættið með nokkuð virkum hætti og telji heimildir vera fyrir nokkuð miklum inngripum forseta. „Það er auðvitað bara umdeilt, en með því að hafa unnið forsetakosningarnar telur hann sig hafa fengið sterkara umboð til að tala svona og jafnvel fylgja því eftir.“ Um leið segir Gunnar Helgi óljóst hvernig forsetinn ætli sér að hjálpa þinginu. „Það verður að segjast að tal hans um vantraust á þinginu er ekki sérstaklega til þess fallið að vinna að því markmiði að auka traust á þinginu.“ Vandann við túlkun á ræðu forsetans segir Gunnar Helgi liggja í því að hann tali nokkuð óljóst og ekki liggi fyrir hvaða form yrði á auknum afskiptum hans af lagasetningu. „Viðtekin skoðun fólks er að hér sé þingræði og forsetinn gegni engu sérstöku hlutverki undir venjulegum kringumstæðum og óski stjórnmálamenn ekki eftir sérstökum afskiptum hans, þá er vandséð hvaða úrræði hann hefur.“ Um leið segir Gunnar Helgi að traust á stjórnmálamönnum og flokkum hafi farið dvínandi víða um heim, þótt hér hafi vantraust aukist eftir hrun. „Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland.“ Í könnun Eurostat frá því í vor kemur fram að traust Íslendinga á Alþingi sé rétt fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Meðal ríkja sem minna traust bera til þings síns eru Bretland, Írland, Portúgal og Pólland. Af þeim ríkjum sem minnst traust bera til þinga sinna er Ísland í átjánda sæti, en fjórðungur almennings telst treysta þingi sínu. Minnst traust bera Litháar, Ítalir og Tékkar til sinna þinga, sjö, átta og níu prósent. Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira
Ummæli forseta Íslands við setningu Alþingis á þriðjudag eru framhald af stefnu sem hann boðaði í kosningabaráttu sinni til embættis forseta fyrr á árinu, að mati Gunnars Helga Kristinssonar, prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Í ræðu sinni á Alþingi sagði Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, brýnt fyrir þjóðina og stofnanir hennar að á komandi vetri yrði tekið á vanda Alþingis, ella myndu aukast áfram kröfur um afskipti hans af setningu laga, umfram það sem tíðkast hefði. Bauð hann í ræðunni liðsinni sitt við að efla á ný virðingu Alþingis.Gunnar Helgi KristinssonGunnar Helgi segir hafa komið fram í kosningabaráttunni fyrir forsetakjörið í sumar að Ólafur Ragnar túlki embættið með nokkuð virkum hætti og telji heimildir vera fyrir nokkuð miklum inngripum forseta. „Það er auðvitað bara umdeilt, en með því að hafa unnið forsetakosningarnar telur hann sig hafa fengið sterkara umboð til að tala svona og jafnvel fylgja því eftir.“ Um leið segir Gunnar Helgi óljóst hvernig forsetinn ætli sér að hjálpa þinginu. „Það verður að segjast að tal hans um vantraust á þinginu er ekki sérstaklega til þess fallið að vinna að því markmiði að auka traust á þinginu.“ Vandann við túlkun á ræðu forsetans segir Gunnar Helgi liggja í því að hann tali nokkuð óljóst og ekki liggi fyrir hvaða form yrði á auknum afskiptum hans af lagasetningu. „Viðtekin skoðun fólks er að hér sé þingræði og forsetinn gegni engu sérstöku hlutverki undir venjulegum kringumstæðum og óski stjórnmálamenn ekki eftir sérstökum afskiptum hans, þá er vandséð hvaða úrræði hann hefur.“ Um leið segir Gunnar Helgi að traust á stjórnmálamönnum og flokkum hafi farið dvínandi víða um heim, þótt hér hafi vantraust aukist eftir hrun. „Þetta vandamál er ekki bundið við Ísland.“ Í könnun Eurostat frá því í vor kemur fram að traust Íslendinga á Alþingi sé rétt fyrir neðan meðaltal Evrópusambandsríkja. Meðal ríkja sem minna traust bera til þings síns eru Bretland, Írland, Portúgal og Pólland. Af þeim ríkjum sem minnst traust bera til þinga sinna er Ísland í átjánda sæti, en fjórðungur almennings telst treysta þingi sínu. Minnst traust bera Litháar, Ítalir og Tékkar til sinna þinga, sjö, átta og níu prósent.
Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent B sé ekki best Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Erlent Fleiri fréttir Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Sjá meira