Innlent

Um 800 nemendur framkölluðu risaskjálfta

Krakkarnir hoppuðu til að framkalla skjálftann.
Krakkarnir hoppuðu til að framkalla skjálftann.
Um 800 nemendur leikskóla, grunnskóla og Fjölbrautaskóla Suðurlands, auk starfsmanna Ráðhúss Árborgar komu saman í miðbæjargarðinum á Selfossi í dag og framkölluðu þar jarðskjálfta að stærðinni 6,5 með hoppum sem allir framkvæmdu í einu. Uppákoman var liður í hreyfingarátaki Fjölbrautaskóla Suðurlands veturinn 2012/2013 en skólinn er heilsueflandi skóli, eftir því sem fram kemur á fréttavefnum dfs.is.

Tveir af íþróttakennurum skólans stýrðu fólksfjöldanum en starfsfólk frá Rannsóknarmiðstöð Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi sá um að mæla skjálftann. Uppákoman var hin mesta skemmtun enda höfðu allir gaman af því að komast út í góða veðrið og hoppa aðeins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×