Innlent

Kanna hvernig hægt sé að bæta tjónið fyrir norðan

Vegna hins mikla tjóns sem bændur og aðrir á Norðurausturlandi hafa orðið fyrir ætlar Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið að kanna hvernig hægt sé að bæta tjónið.

Ráðuneytið hefur fundað með fulltrúum Bændasamtaka Íslands og Bjargráðasjóðs, þar sem m.a. var rætt um hvernig Bjargráðasjóður væri viðbúinn því að mæta umtalsverðu búfjártjóni.

Á vefsíðu stjórnarráðsins segir að ljóst sé að koma mun til kasta sjóðsins varðandi tjónabætur. Þá hefur ráðuneytið aflað sér upplýsinga um stöðu rafmagnsmála hjá RARIK og Landsneti.

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra mun gera ríkisstjórninni grein fyrir stöðu þessara mála nk. föstudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×